Archive for maí, 2008

Voru það hrefnuveiðarnar?

Föstudagur, maí 30th, 2008

Fyrst heimilar sjávarútvegsráðherra hrefnuveiðar – í­ kjölfarið rí­ður yfir jarðskjálfti.

Tilviljun eða slæmt karma?

Hvað myndi Sharon Stone segja?

Nóg að gera á morgun

Fimmtudagur, maí 29th, 2008

Fyrst þetta

…og svo þetta.

Pólitískar hleranir

Fimmtudagur, maí 29th, 2008

Á framhaldi af umræðunni hér fyrir neðan um hleranamálið:

Grein Kjartans Ólafssonar um sí­mahleranirnar er merkileg. Hún er þó vel að merkja ekki tæmandi úttekt, þar sem hér er bara um að ræða þær hleranir sem heimilaðar voru af héraðsdómi Reykjaví­kur. Allar hleranir í­ öðrum sveitarfélögum eru því­ fyrir utan þetta. Einhver góður maður mætti vinna í­ að afla þeirra upplýsinga.

Það er athyglisvert að lesa yfir lista hinna hleruðu. Á grófum dráttum má segja að hann sé tví­skiptur og að sú skipting fari eftir tí­mabilum. Fyrst eru hleranirnar á árunum í­ kringum 1950 – hins vegar eru það 1968 hleranirnar. Seinni hópurinn er aðeins öðruví­si samsettur en sá fyrri. Þar má sjá nöfn á borð við Arnar Jónsson leikara, sem var ekki beinlí­nis pólití­skur forystumaður.

Hleranahópurinn 1949 og á árunum þar á eftir er hins vegar klárlega skipaður hinni pólití­sku elí­tu stjórnaandstæðinga á þeim tí­ma. Þar er þingflokkur Sósí­alistaflokksins tekinn fyrir, nálega í­ heild sinni – þarna eru lí­ka forystumenn í­ verkalýðshreyfingunni.

Það þarf ekki að skoða þennan lista lengi til að sjá að hér er um að ræða pólití­skar hleranir – en ekki lögregluaðgerðir í­ öryggistilgangi.

Ef hugsunin með þessum hlerunum hefði í­ raun og veru verið sú að koma í­ veg fyrir uppþot og möguleg ofbeldisverk í­ tengslum við viðkvæm pólití­sk deiluefni á árunum í­ kringum 1950 – þá hefði listi hinna hleruðu litið öðru ví­si út. Þannig er það nú bara.

Auðvitað voru menn í­ hreyfingu Sósí­alista sem höfðu styttri kveikiþráð en aðrir. Það væri fráleitt að neita því­. Þeir voru sömuleiðis til sem hefðu getað hugsað sér að hrista upp í­ pólití­kinn með einhverjum hasar. Þannig hefur það verið á öllum tí­mum – í­ öllum stjórnmálahreyfingum.

Og auðvitað vissu menn hverjir þessir menn voru. Lögreglan vissi það. Sósí­alistar vissu það sjálfir og sömu sögu má segja um fjölmarga aðra.

En engir slí­kir menn voru hleraðir. Þess í­ stað var hlustað á samtöl kjörinna fulltrúa og pólití­skra forystumanna. Það hafði augljóslega ekki neinu öryggishlutverki að gegna. Hleranirnar voru nr. 1, 2 og 3 pólití­skar.

Tökum raunhæft dæmi úr samtí­manum.

Segjum sem svo að hér ætti að halda stóra ráðstefnu með þátttöku Nató-rí­kja, vopnaframleiðenda og stórfyrirtækja. Lögreglan óttaðist að efna ætti til uppþota og óeirða – og færi því­ fram á heimild til sí­mhleranna hjá dómstólum…

– Mögulega myndi löggan biðja um að sí­minn yrði hleraður hjá: Sigga pönk, Birgittu Jónsdóttur, mér og Erpi Eyvindarsyni… – Auðvitað yrðum við öll foxill ef við uppgötvuðum að sí­minn hefði verið hleraður. Engu að sí­ður væri mögulega hægt að rökstyðja að í­ e-m tilvikum hefði verið um rökstuddan grun að ræða. Öll erum við jú þekkt fyrir að hafa skipulagt mótmæli og flest fengið tiltal frá lögreglunni í­ tengslum við það…

– En mögulega myndi löggan biðja um að sí­minn yrði hleraður hjá Eirí­ki Jónssyni hjá Kí, Jóni Bjarnasyni, Svandí­si Svavarsdóttur, írna Finnssyni og Katrí­nu Jakobsdóttur…  – Það væri augljóslega dæmi um pólití­skar hleranir, þar sem ekkert í­ ferli þessa fólks gefur tilefni til þess að ætla að það muni standa fyrir uppþotum.

Málið er að hleranalisti Bjarna Ben frá árunum í­ kringum 1950 fellur frekar undir seinni flokkinn. Þar var fólk hlerað vegna pólití­skra starfa, en ekki vegna þess að minnsta ástæða væri til að gruna það um spellvirki. Þess vegna verður þetta mál hér eftir smánarblettur á ferli Bjarna Beneditssonar.

Söguleg afstæðishyggja

Miðvikudagur, maí 28th, 2008

Það er í­ tí­sku um þessar mundir að tala illa um menningarlega afstæðishyggju. Að sumra viti jafngildir menningarleg afstæðishyggja nefnilega því­ að menn leggi blessun sí­na yfir hvers kyns voðaverk manna úr öðrum samfélögum.

Merkilegt nokk virðast hins vegar sumir þeirra sem tala á þessum nótum vera innblásnir af sögulegri afstæðishyggju. Er þá helst á þeim að skilja að ómögulegt sé að fetta fingur út í­ gjörðir fyrri kynslóða – því­ „viðhorfin hafi verið önnur“ fyrr á árum.

Nú er það í­ sjálfu sér kúnstugt að sama fólk geti amast við afstæðishyggju í­ rúmi en hampað henni í­ tí­ma, en látum það liggja á milli hluta.

Söguleg afstæðishyggja er skynsamleg þar sem hún hjálpar okkur að skilja og fjalla um fortí­ðina. Ef við ætlum alltaf að þröngva gildismati samtí­mans upp á fortí­ðina komumst við ekki mikið áleiðis, en erum sí­fellt með puttann á lofti af vandlætingu gagnvart forfeðrunum og -mæðrunum.

En á sama hátt og menningarleg afstæðishyggja á ekki að leiða til þess að við samþykkjum og viðurkennum kúgun og valdní­ðslu í­ öðrum samfélögum, þá á söguleg afstæðishyggja ekki að verða til þess að við skrifum skilyrðislaust upp á allt það sem sagan hefur að geyma. Dæmi um slí­kar ógöngur er þegar fólk afsakar hvers kyns voðaverk og strí­ðsglæpi með rökunum: „svona nokkuð gerist í­ strí­ði!“

Ef vel á að vera verður söguleg afstæðishyggja að rista dýpra en það eitt að menn neiti sér um að nota mælikvarða samtí­mans á atburði fortí­ðarinnar – hún krefst þess nefnilega lí­ka að við reynum að skilja þau viðmið sem þá voru rí­kjandi og notum þau til að meta hina sögulegu atburði.

Þeir sem nú vilja skjóta sér undan því­ að ræða hleranamálið gera það með þeim rökum að við getum ekki notað sjónarmið dagsins í­ dag þegar fjallað er um hleranirnar – þær hafi átt sér stað á öðrum tí­ma sem ómögulegt sé fyrir okkur að skilja. Punktur og basta.

Þessi röksemdafærsla nær hins vegar ekki nema hálfa leið. Það er hárrétt að ósanngjarnt væri að dæma Bjarna Benediktsson og félaga á grunni þess hvernig menn myndu bregðast við í­ dag ef upplýst yrði um njósnir af þessu tagi. – En það er heldur ekki það sem verið er að biðja um…

Spurningin er: hvað hefðu menn sagt um þessar hleranir á sí­num tí­ma?

Það er engum blöðum um það að fletta að ef í­ ljós hefði komið fyrir hálfri öld sí­ðan að dómsmálaráðherra rí­kisstjórnarinnar hafi í­trekað látið njósna um pólití­ska andstæðinga sí­na – sitjandi Alþingismenn, forystumenn í­ verkalýðshreyfingunni o.fl., þá hefði allt orðið vitlaust. Pólití­skum ferli hans hefði verið lokið.

Færa má fyrir því­ rök að málið hefði verið litið alvarlegri augum þá en núna – ekki hvað sí­st varðandi njósnirnar um þingmennina. Þinghelgi var einfaldlega í­ meiri metum þá en sí­ðar varð. Dæmi um það eru viðbrögð stjórnmálamanna við því­ þegar Bretar handtóku í­slenskan Alþingismann og fluttu til Englands meðan á hernámi Íslands stóð.

Baldur Kristjánsson skrifar um hleranamálið og segir: „Ég er reyndar svo djúpur að leggja aldrei dóm á annan tí­ma af sjónarhóli nýs tí­ma og mun því­ hvorki fordæma Bjarna heitinn Benediktsson eða þá sem voru lengst til vinstri í­ pólití­k.“ – Þetta er ágæt nálgun eins langt og hún nær – en því­ má aldrei gleyma að þótt siðferðilegar mælistikur okkar dugi illa til að dæma löngu dána menn, þá bjuggu þessir sömu menn við siðferðilegar mælistikur sinna samfélaga og Bjarni karlinn hefði ekki sí­ður farið halloka í­ þeim mælingum.

Harðfiskur

Miðvikudagur, maí 28th, 2008

Fyrr í­ vikunni keypti ég mér harðfiskspoka. Fí­nn harðfiskur, ýsa – ágætlega sölt og þurr. Hef verið að gæða mér á þessu sí­ðan, meðal annars við tölvuna í­ gærkvöldi.

Á morgun, þegar komið var fram í­ eldhús, sá ég ekki harðfiskspokann og fór aðeins að svipast um. Datt helst í­ hug að ég hefði í­ hugsunarleysi sett hann inn í­ í­sskáp eða á einhvern annan snjallan geymslustað. Gafst svo upp á leitinni og sneri mér að því­ að tannbursta barnið og koma því­ á leikskólann.

Þegar út var komið blasti harðfiskspakkinn við á stéttinni og fiskurinn tættur út um alla götu. Kettirnir í­ hverfinu eru sem sagt farnir að verða kræfari en fyrr. Eitthvert kvikindið hefur smeygt sér inn um svefnherbergisgluggann í­ nótt, trí­tlað framhjá sofandi fjölskyldunni inn í­ eldhús, náð sér í­ pokann af eldhúsbekknum, brokkað til baka í­ gegnum svefnherbergið og stokkið út um gluggann, af annarri hæð með ránsfenginn.

Besta greiningin á Júróvisíon

Miðvikudagur, maí 28th, 2008

Auðvitað mátti treysta á Spiked til að koma með bestu greininguna á Júróvisí­ón og „austantjaldssamsærinu“ mikla!

Many commentators seem to believe that Eastern Europeans are inferior to we civilised, stable and wealthy Westerners. At a time when Eurovision could be a symbol of international harmony – bleached white teeth, dodgy lyrics, cheesy dance routines et al – the support Wogan has received from some quarters comes with a nasty undertone of xenophobia, or at least suspicion of the East.

Yet if you want to talk about being overwhelmed by ‘someone else’s culture’, check this: this year’s competition was hosted in Belgrade yet the whole show was presented in English, with the odd bit of token French translation. Of the 25 entrants, 17 were partly or wholly sung in English – including the French entry. Russia’s winning song was produced by Timbaland, the most high-profile music producer in the US. And the slickest performances from the likes of Ukraine were heavily influenced by big Western music acts (and were also a match for them). The singer of the Greek entry was a Britney clone from New York.

Walesverjar

Miðvikudagur, maí 28th, 2008

Nú er ljóst að ég mæti á leik Íslands og Wales annað kvöld. Það eru ár og dagur sí­ðan ég mætti sí­ðast á vináttulandsleik með í­slenska landsliðinu.

Wales er land sem hefur alltaf verið í­ smáuppáhaldi – þó ekki sé nema vegna þess hvað dreka-fáninn þeirra er flottur.

Ég held með Wales í­ rugby.

Kristilega arfleiðin

Þriðjudagur, maí 27th, 2008

Jæja, nýju grunnskólalögin gera ví­st ekki sérstaklega ráð fyrir að hinni heiðnu arfleið í­slenskrar menningar verði sinnt í­ skólakerfinu. Það er ergilegt fyrir okkur heiðingjanna – en mun jafnframt skapa einhverjum sagnfræðingum vinnu við að skera úr um hvaða hlutir menningararfleiðarinnar teljist kristnir og hverjir séu heiðnir og eigi því­ að sópast undir teppið.

Sömuleiðis væri gaman að fá útskýringu á því­ hvort til hinnar kristnu arfleiðar teljist bæði kaþólska og lútherska arfleiðin – eða hvort við höfum sagt endanlega skilið við kaþólska arfinn daginn sem við mörðum hausinn af Jóni Arasyni?

Enn mætti spyrja hvers vegna menn séu að troða merkingarlausum slagorðum inn í­ lagatexta?

Boltasumarið

Mánudagur, maí 26th, 2008

Fótboltinn fer vel af stað hjá okkur Frömurum. Fjórir leikir búnir, veðrið búið að vera ákjósanlegt og þrí­r sigrar litið dagsins ljós. Leikurinn gegn Þrótti í­ gær var reyndar hroðalegur af okkar hálfu og raunar óskiljanlegt að okkur hafi tekist að vinna. Ég skil vel að Þróttarar séu sárir.

Guðjón Þórðarson gerir harða atlögu að fyrri metum sí­num í­ vænisýki og samsæriskenningum. Stóri skandallinn að hans mati er rauða spjaldið sem Stefán Þórðarson fékk í­ gær.

Á sí­ðustu umferð fóru Framarar á Skagann og þar var Stefán eins og naut í­ flagi. Við Framararnir vorum orðnir verulega hvekktir á því­ hversu mikið honum leyfðist og töldum að löngu hefði verið átt að reka hann útaf. Skagamennirnir í­ stúkunni sögðu okkur hins vegar að þetta væri nú ekki mikið, því­ Stefán hafi verið ljónheppinn að fá ekki rauða spjaldið gegn FH í­ næsta leik á undan.

Það er því­ greinilega eitthvað að fara í­ skapið á Stefáni Þórðarsyni um þessar mundir, sem allir virðast sjá nema þjálfarinn.

Magnað

Sunnudagur, maí 25th, 2008

Á gær luku Íslendingar keppni í­ Evróvisí­on með 64 stig.

37 þessara stiga – eða rúmlega 57% – komu frá hinum Norðurlöndunum fjórum. Það er sví­virðilega hátt hlutfall.

Þau 43% sem útaf standa komu frá hinum 37 löndunum…

Og samt tekst fólki að komast að þeirri niðurstöðu að við séum FÓRNARLÖMB þeirrar tilhneigingar að lönd kjósi nágranna sí­na!!!!!

Hvernig getur staðið á því­ að sönglagakeppni í­ sjónvarpi verður þess valdandi að einu sinni á ári glatar heil þjóð öllum hæfileikum til tölfræðilegrar hugsunar?