Archive for júní, 2008

Sjáumst í júlí

Sunnudagur, júní 15th, 2008

Famelí­an er farin í­ sumarfrí­ til Danmerkur. Hér verður ekkert skrifað fyrr en í­ júlí­.  Sjáumst þá. Reynið að þrauka.

– Og til að hryggja blogglesandi innbrotsþjófa, þá er búið að lána í­búðina þessar tvær vikur svo kofinn verður ekki mannlaus…

Asíuboltinn – III

Sunnudagur, júní 15th, 2008

Así­ukeppnin skýrðist allrækilega í­ gær.

1. riðill: ístralir eru komnir áfram.  írak og Katar eru jöfn að stigum og mætast á „heimavelli“ íraka í­ Dubai. Reikna með írak áfram.

2. riðill: Japan og Bahrain komin áfram.

3. riðill: Norður- og Suður-Kórea komin áfram.

4. riðill: Úzbekistan og Sádi Arabí­a komin áfram.

5. riðill: íran komið áfram. Sýrlendingar þurfa að vinna Sameinuðu arabafurstadæmin á útivelli til að skjótast framúr þeim.

Milliriðlarnir klárast eftir viku. Á kjölfarið verður svo dregið í­ lokariðlana. Ég spái tveimur nýjum fulltrúum Así­u í­ lokakeppnina.

Asíuboltinn – II

Laugardagur, júní 14th, 2008

írakar gerðu sér lí­tið fyrir og unnu Kí­nverja í­ Tianjin. Þar með er ljóst að Kí­na vermir botnsætið í­ fyrsta riðli, sem hljóta að vera grí­ðarleg vonbrigði þar á bæ. Fyrir nokkrum árum virtist sem Kí­nverjum væri að takast að byggja upp karlaknattspyrnu og frambærilegt landslið, en þær vonir virðast að engu orðnar.

ístralí­a og Katar mætast á eftir. Sem stendur eru bæði lið með sjö stig eins og írak. Þarna verður spenna fram á sí­ðustu stundu.

Á Afrí­kukeppninni vekur athygli að Fí­labeinsströndin er undir gegn Botswana í­ hálfleik. íður hafði lið þeirra gert jafntefli gegn Madagascar. Reikna með að þetta starf verði laust til umsóknar eftir helgi…

Fí­nir leikir í­ gangi í­ Suður-Amerí­kuhlutanum í­ dag. Hvernig er það – hefur Sýn ekki rétt á þeim leikjum? Hvað með að fá eitthvað af þessari forkeppni í­ í­slenskt sjónvarp!

Asíuboltinn

Laugardagur, júní 14th, 2008

Fullt af leikjum í­ forkeppni HM í­ dag.

Norður-Kórea er komið áfram eftir heimasigur á Jórdaní­u og Suður-Kórea er þar með einnig öruggt um sæti í­ lokaumferðinni. Þar með þriðji riðill afgreiddur.

Japan vann Tæland í­ öðrum riðli og er þar með komið áfram. Bahrein gæti tryggt sér sæti á eftir í­ leik gegn Óman.

Sádi Arabar eru yfir í­ hálfleik gegn Singapúr, en voru de facto komnir áfram úr fjórða riðli ásamt Úzbekum.

Kí­na er yfir gegn írak í­ fyrsta riðli undir lok fyrri hálfleiks. Þessi úrslit myndu fella íraka úr leik.

Engir leikir eru enn byrjaðir í­ fimmta riðli.

Meira sí­ðar…

* * *

(Uppfært kl. 13:30)

Nei sko!  írakar eru búnir að skora í­Â  tví­gang gegn Kí­nverjum og tuttugu mí­nútur eftir!  Það er magnað.

Sádarnir unnu hins vegar sinn riðil vandræðalaust. Úrslit eru þá fengin í­ tveimur riðlum af fimm – einn virðist nokkuð ráðinn en tveir eru galopnir.

Óskiljanlegasta auglýsingin í íslensku sjónvarpi…

Föstudagur, júní 13th, 2008

…hlýtur að vera auglýsingin frá einhverjum bí­laframleiðandanum sem hamrar á því­ að verkfræðingateymi fyrirtækisins hafi einkaaðgang að lúxushóteli með góðri sundlaug og mörgum veitingastöðum.

Það yrði þó áhugavert ef einhver bankinn tæki þetta upp í­ í­myndarherferð og sýndi löng myndskeið af jólagjöfunum til millistjórnenda sinna…

Skrítnasta spamið

Föstudagur, júní 13th, 2008

Ég fæ ókjör af ruslpósti. Nýjasta skriðan eru auglýsingar um „Blue sexy pill“ – sem ég reikna með að sé einhverskonar Viagra eftirlí­kingar-svindl.

En ég er lí­ka á nokkrum í­slenskum fjölútsendingarlistum, án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Einhverra hluta vegna fæ ég t.d. alltaf sendan póst frá Stiklum – viðskiptaskrifstofu utanrí­kisráðuneytisins. Svo sendir Óli Palli á Rás 2 mér vikulegan pistil um hvað sé á dagskránni í­ Rokklandi. Ekki hef ég grænan grun um hvers vegna mér var bætt inn á þann póstlista.

Óðinsvé

Föstudagur, júní 13th, 2008

Eftir rúma þrjá sólarhringa verður famelí­an komin til Óðinsvéa. Það er þriðja stærsta borg Danmerkur, en við að lesa færsluna um hana á Wikipediunni finnst manni hún frekar vera smáþorp.

Jú – þarna má sjá smágerða eftirlí­kingu af turninum sem einu sinni var sá næststærsti í­ Evrópu á eftir Eiffel-turninum. Það hafði ég ekki hugmynd um.

Hvað gerir maður annars í­ þessari ágætu borg sér til dægrastyttingar?

# # # # # # # # # # # # #

Einhvern veginn finnst mér eins og fótboltaárið í­ Englandi sé stöðugt að lengjast. Á dag verður dregið í­ fyrstu umferð deildarbikarsins… Uppfæri það á eftir.

Uppfært: Heimaleikur gegn Plymouth. Verra hefði það getað verið.

KR-búningurinn

Fimmtudagur, júní 12th, 2008

Því­ hefur verið haldið fram að KR-búningurinn svart- og hví­tröndótti hafi orðið fyrir valinu vegna þess að Newcastle United hafi verið svo öflugt í­ byrjun aldarinnar. Þetta er þó væntanlega bara tilgáta.

Nú er miðað við að KR sé stofnað árið 1899 – þótt lí­klega megi þrefa um það ártal. Á ljósmynd sem tekin varÂ í­ byrjun tuttugustu aldar og á að sýna KR-inga á æfingu sést að einn og einn maður er í­ röndóttri treyju. Það gæti bent til þess að félagsmenn hafi snemma litið svo á að æskilegt væri að eignast slí­ka flí­k.

Varla hafa menn þó haft sama skilning á hugtakinu félagsbúningur og sí­ðar varð. KR var á þessum tí­ma fyrst og fremst vettvangur fyrir knattspyrnuæfingar en ekki keppni. Fótboltaleikir voru einkum milli félagsmanna á æfingum og þá var til lí­tils að allir væru í­ eins treyjum.

Ef hugmyndin um röndótta búninginn er komin fram rétt um 1900 er vandséð hvers vegna Newcastle hefði átt að vera fyrirmyndin. Liðið hafði lí­til afrek unnið á knattspyrnuvellinum og Íslendingar virðast ekki hafa vitað neitt um ensku knattspyrnuna – hvað þá að þeir gætu skoðað ljósmyndir af enskum fótboltaliðum. Hí­ns vegar gerðu þeir sér grein fyrir því­ að Bretar væru öðrum þjóðum fremri í­ fótbolta.

1912 verða KR-ingar Íslandsmeistarar í­ hví­tum treyjum. Sigra Framara sem þá þegar eru komnir í­ bláa búninginn. Það er því­ ekki fyrr en eftir 1912 sem svarthví­ti búningurinn verður óskoraður einkennisbúningur KR. – Gaman væri að vita hvenær það gerist nákvæmlega. Varla þó seinna en svona 1915-1917 giska ég á.

Hvenær fara Íslendingar hins vegar að fá dellu fyrir ensku knattspyrnunni? Mér sýnist það byrja strax uppúr fyrri heimsstyrjöldinni – eða fljótlega eftir 1920. Fyrstu erlendu knattspyrnufréttirnar sem eitthvað kveður að eru af landsleikjum, en mjög fljótlega er farið að segja úrslit í­ ensku knattspyrnunni. Þá fyrst gæti maður farið að trúa því­ að í­slenskir fótboltamenn velji sér treyjur að fyrirmynd Englendinga.

Ógisslegt

Miðvikudagur, júní 11th, 2008

Seinnipartinn fór Mánagötu-famelí­an í­ heimsókn til Guðrúnar og Elvars, til að sleikja sólina á svölunum hjá þeim. Fljótlega varð úr að okkur var boðið í­ kvöldmat og fram voru galdraðar ljúffengar andabringur, risotto og graskersmauk.

Barnið bisaði við matinn sinn, át misvel af einstökum tegundum og setti svo upp skeifu yfir kjötinu: „Ógisslegt“ sagði hún og var þegar skömmuð fyrir dónaskap.

Hún lét sér samt ekki segjast. Stakk upp í­ sig bita, tók hann strax útúr sér aftur, otaði honum framan í­ mig og endurtók: „Ógisslegt!“

Ég skoðaði bitann og varð að viðurkenna að það var fjandi mikil fita á honum. Ég tók því­ gaffalinn og útskýrði fyrir Ólí­nu að ég skyldi bara skera fituna af. „Gott!“ – sagði hún.

Um leið og ég var búinn að skilja á milli fitunnar og kjötbitans var sú stutta fljót til og stakk upp í­ sig… fitunni.

„Uhh… er þetta gott?“ – Spurðum við forviða. „Já – meira“, sagði grí­sinn.

Og við tók niðurskurður á andafituröndum fyrir barnið sem tróð í­ sig feitmetinu.

Þegar við vorum komin upp í­ rúm í­ kvöld með Ví­snabókina var staðnæmst við „Fuglinn í­ fjörunni“. Ég var komin hálfa leið með að syngja kvæðið þegar barnið benti á teikninguna af mávinum og sagði: „Kannski var þetta fuglinn sem við átum í­ kvöld!“

Til minnis

Miðvikudagur, júní 11th, 2008

Fékk til yfirlestrar bækling sem á að fara í­ prentun á næstu dögum. Á öftustu opnunni er gert ráð fyrir heilli sí­ðu með auðum lí­num og yfirskriftinni: „Til minnis“.

Er hægt að hugsa sér slappari reddingu í­ umbrotsvinnu?

Skyldi það nokkru sinni í­ sögu mannsandans hafa gerst á undirbúningsstigi blaðs eða bókar að einhver í­ ritstjórninni hafi sagt: „Hey, svo verðum við endilega að hafa 1-3 lí­nustrikaðar sí­ður aftast – þar sem fólk getur sjálft punktað hjá sér athugasemdir! – Það kemur sér alltaf svo vel.“