Archive for ágúst, 2008

Lesendabréfið

Laugardagur, ágúst 30th, 2008

Magnað lesendabréf í­ Mogganum í­ morgun.Þar er varpað fram þeirri kenningu að þegar Sovétmenn réðust inn í­ Tékkóslóvakí­u 1968, hafi hið raunverulega markmið verið að halda áfram inn í­ Austurrí­ki og hertaka landið. Hins vegar hafi áætlunin farið út um þúfur, þar sem herinn hafi gleymt að taka með sér vistir og hermennirnir því­ orðið svangir.Legg til að þetta verði borið undir sérfræðinga í­ sögu eftirstrí­ðsáranna. 

Mínus 23

Laugardagur, ágúst 30th, 2008

Útisigur gegn Exeter í­ dag. Tveir sigrar, eitt jafntefli og eitt tap í­ fyrstu fjórum umferðunum.Erum þá komnir í­ mí­nus 23 stig. Barnet og Macclesfield eru enn án stiga. Þetta er gerlegt… 

Lúxus?

Föstudagur, ágúst 29th, 2008

Fyrir nokkrum misserum var eitthvert happdrætti eða getraunaleikur í­ gangi sem bauð upp á grí­ðarlegan fjölda vinninga. Einna algengasti vinningurinn var „Pizza-veisla frá Dominos“.

Þegar nánar var að gáð, reyndist „pizza-veislan“ vera 12-tommur með tveimur áleggstegundum - sækja sjálfur. Það þótti sumum fúl veisla… en kannski er nóg að fá eitthvað gefins til að það teljist veisla?

Fréttin af samgöngunefnd og gistingu hennar á „lúxushóteli“ á höfuðborgarsvæðinu, minnir mig dálí­tið á pizzuveisluna góðu.

Fyrstu viðbrögð mí­n við fréttinni voru ekki ofsareiði útí­ sjálftökuliðið – heldur spurningin: „Ha? Hvaða lúxushótel er við Elliðavatn?“

Sí­ðar kom í­ ljós að þarna uppfrá er ví­st rekið gistiheimili, sem ég hafði aldrei heyrt um. Og í­ einhverjum fréttatí­manum kom fram að nóttin kostaði 12 þúsund kall á manninn. Það er álí­ka og nóttin á Hótel Cabin í­ Borgartúni og talsvert minna en Steinunn er að borga fyrir gistingu í­ nótt á Fosshóteli í­ Reykholti, þar sem VG er að funda um helgina.

Og þá er ég endanlega hættur að skilja…

Ætli ég hafi ekki verið rétt skriðinn yfir tví­tugt þegar mér hætti að finnast það spennandi og eftirsóknarvert að gista á hótelum. Fram að þeim tí­ma var gaman að flakka í­ gegnum sjónvarpsstöðvarnar (sem yfirleitt voru fleiri en heima hjá manni) og smá fútt í­ að hafa mini-bar í­ herberginu. Á seinni tí­ð tengi ég hótel fyrst og fremst við óþægindi samfara því­ að sofa í­ ókunnu rúmi, hafa ekki alla hluti við hendina og þurfa að venjast torkennilegum umhverfishljóðum.

Þegar ég hef lent í­ því­ í­ vinnu eða félagsstörfum að þurfa að fara eitthvert út á land í­ vinnuferð, þar sem hópurinn þarf að gista á hóteli, hef ég alltaf litið á það sem kvöð og bölvað vesen. Að það sé einhver bitlingur fólginn í­ því­ að gista á hóteli er í­ mí­num huga jafngeðveikisleg hugmynd og að fagna því­ að þurfa að ganga með bindi og í­ jakkafötum í­ vinnunni.

Og einmitt þess vegna skil ég ekki hvers vegna í­ ÓSKÖPUNUM þingmenn – af öllu fólki (því­ ef einhver hópur ætti að vera orðinn leiður á hótelum, þá eru það atvinnupólití­kusar) – sækja í­ það að gista á ódýru gistiheimili þegar þeir gætu tekið leigubí­l heim eða látið makann skutlast eftir sér. Það getur bara ekki verið að kornflexið á hótelinu sé svona bragðgott.

Eina skýringin sem mér dettur í­ hug, er að þetta hafi eitthvað með dagpeninga að gera. Getur verið að þingmenn fái dagpeninga ef þeir gista að heiman, en ekki ef þeir sofa í­ eigin rúmi? Er það kannski málið?

Næsta stríð

Miðvikudagur, ágúst 27th, 2008

Hér er pólití­skur spádómur:

Næstu vopnuðu átök í­ Evrópu verða ekki á Balkanskaga og þau verða ekki í­ Georgí­u (þótt lí­klega megi búast við einhverjum smáskærum í­ Abkasí­u þar sem hópar Abkasa eða Georgí­umanna munu reyna að rugga bátnum í­ von um að strí­ð brjótist út.)

Þess í­ stað er ég smeykur um að næsta strí­ð verði í­ Nagorno-Karabakh.

Héraðið er í­ svipaðri stöðu og Abkasí­a og Suður-Ossetí­a. Það er innan viðurkenndra landamæra Azerbaijan, en hefur í­ raun verið sjálfstætt frá því­ að strí­ði Armena og Azera um yfirráð þess lauk árið 1994.

Strí­ðið um Nagorno-Karabakh var blóðugt og kostaði mörgþúsund mannslí­f. Friðurinn sem samið var um í­ kjölfarið hefur aldrei verið sérstaklega tryggur.

Fréttir sí­ðustu daga af átökunum í­ Georgí­u hafa flestar snúist um það hvort nýtt kalt strí­ð sé í­ uppsiglingu. Það eru óþarfa áhyggjur. Hins vegar er miklu meiri ástæða til að hafa áhyggjur af því­ að atburðirnir í­ Georgí­u geti leitt til nýs strí­ðs vegna Nagorno-Karabakh.

Iiham Aliyev, forseti Azerbaijan, hlýtur að fylgjast af athygli með framvindu mála. Öll rök Georgí­umanna fyrir því­ að halda með her sinn inn í­ Suður-Ossetí­u eiga við varðandi Nagorno-Karabakh.

Aliyev á það sameiginlegt með Georgí­uforseta að vera skilgreindur sem „okkar maður“ – lýðræðissinni, umbótasinni og hvaðeina… Sú staðreynd að hann tók við völdum af pabba sí­num, gamla KGB-foringjanum, komst til valda í­ kosningum sem alþjóðleg mannréttindasamtök gagnrýndu og að mótmæli stjórnarandstöðunnar hafa verið barin niður – hafa auðvitað engu breytt um stuðning Vesturlanda. Aliyev og Azerbaijan eru í­ „okkar liði“ í­ strí­ðinu gegn hryðjuverkum.

Þeir evrópsku ráðamenn sem nú klappa Georgí­uforseta á bakið ættu að staldra við og leiða hugann að því­ í­ eitt augnablik hvernig í­ ósköpunum þeir hafa hugsað sér að bregðast við ef herinn í­ Azerbaijan ræðst inn í­ Nagorno-Karabakh á næstu mánuðum. ítökin í­ Georgí­u væru hreinn barnaleikur miðað við afleiðingar slí­krar innrásar.

Ekkifréttir

Miðvikudagur, ágúst 27th, 2008

Fréttaflutningur af flokksþingum stjórnmálaflokka er furðulegt fyrirbæri. Einhverra hluta vegna hafa fjölmiðlar ákveðið að úr því­ að viðkomandi flokkur hafi lagt svo mikið á sig við að undirbúa stóran og fí­nan fund, eigi hann það skilið að komast í­ fréttatí­mann með stórtí­ðindi á borð við:

„Varaformaður Vinstri grænna telur flokkinn eiga mikið erindi við kjósendur í­ næstu kosningum!“

„Formaður Samfylkingarinnar sagði í­ ræðu að það væri mikilvægt fyrir þjóðina að flokkurinn sitji sem lengst í­ rí­kisstjórn!“

og

„Framsóknarflokkurinn er alls ekki glataður og leið á ruslahauga sögunnar – segir þingmaður flokksins!“

Þetta eru augljóslega ekkifréttir – og myndu aldrei sleppa í­ loftið nema akkúrat meðan á flokksþingum stendur.

Þess vegna þurfum við núna að sitja undir hverri „fréttinni“ á fætur annarri frá flokksþingi Demókrata – þar sem okkur eru sögð þau undur og stórmerki að sitjandi öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins vilji að forsetaefni Demókrataflokksins vinni í­ komandi kosningum. Hver hefði trúað því­?

Ekki fyrstur

Miðvikudagur, ágúst 27th, 2008

Það er gott mál að ísgeir Erlendsson taki að stigavörsluna í­ Gettu betur. Stigavarslan er alvörudjobb. Góður stigavörður getur snarminnkað lí­kurnar á mistökum í­ keppni.

Svo öllu sé nú haldið rétt til haga þá er rengt með farið í­ Fréttablaðinu að ísgeir sé fyrsti karlkyns stigavörðurinn.

írið 1990 sáu Oddný Eir Ævarsdóttir og Jón Atli Jónasson (sí­ðar rithöfundur) um tí­ma- og stigavörslu. Þau voru hins vegar ekki eins áberandi og sí­ðari stigaverðir, þar sem þau sátu ekki í­ sviðsmyndinni, heldur út í­ sal og var myndatökuvélunum sjaldan beint að þeim. – Þessi tilhögun var framkvæmanleg vegna þess að keppnisliðin svöruðu ekki eins ótt og tí­tt í­ hraðaspurningum og sí­ðar varð. (Meginhlutverk stigavarðar í­ dag er jú einmitt að reyna ásamt dómara að fá einhvern botn í­ þvoglumælt svör unglinganna í­ hraðaspurningum.) – Jón Atli var sem sagt fyrstur í­ sjónvarpi.

Raunar má eflaust hártoga titla þeirra sem komu að fyrstu keppninni, 1986. Þá voru einhverjar 5-6 manneskjur í­ settinu sem dómarar/spyrlar/tí­maverðir/stigaverðir og ég man sannast sagna ekki hver hafði hvaða hlutverk. ístæðan var sú að framhaldsskólanemarnir tveir sem seldu RÚV hugmyndina að keppninni og komu henni að talsverðu leyti á koppinn, gerðu það að skilyrði að þeim yrði falið hlutverk og að þeir fengju að sjást í­ sjónvarpinu. Held samt að þeir hafi frekar verið settir á skeiðklukkuna en í­ að telja stigin…

Á útvarpinu hafa svo ýmsir hlaupið í­ starf stigavarðar og þá fólk af báðum kynjum. Gott ef Björn Ingi Hrafnsson var ekki í­ þessu hlutverki á tí­mabili.

En ég óska ísgeiri til hamingju með nýja djobbið. Ég spái frábærum vetri í­ GB, sem mun rústa hreppaspurningakeppninni í­ gæðum og vinsældum…

Gamlir ísskápar

Þriðjudagur, ágúst 26th, 2008

Á dag var ég beðinn, sem sérstakur rafminjafræðingur, að grafast fyrir um Silo-í­sskápa sem framleiddir vou um og fyrir miðja sí­ðustu öld.Þetta hélt ég að yrði létt verk og löðurmannlegt á netinu – þar sem það hlyti að vera til seinhver sí­ða fyrir í­sskápanörda.En ég finn bara ekki neitt. Rats! 

Ísland eða Nebraska

Þriðjudagur, ágúst 26th, 2008

Egill Helgason hrósaði í­ gær sigri Evrópu á Ólympí­uleikunum, þar sem lönd Evrópusambandsins hefðu tekið fleiri verðlaun en stóru löndin þrjú hvert um sig: Kí­na, Bandarí­kin og Rússland. Á kjölfarið spruttust umræður á sí­ðunni hans um hvað gerast myndi ef Bandarí­kin sendu keppendur frá hverju rí­ki en ekki í­ gegnum alrí­kið.

Egill spyr: „Þú heldur að leynist margir gullverðlaunahafar í­ Nebraska?“

Tja – þá stórt er spurt… Hvernig ætli Ísland færi út úr samanburði við Nebraska? Reynum að svara þeirri spurningu.

íbúar í­ Nebraska eru sex sinnum fleiri en Íslendingar. Ekki er reyndar ví­st að hlutfallið hafi verið það sama frá því­ að keppni í­ ÓL-nútí­mans hófst, en við skulum samt nota þá tölu til viðmiðunar.Einföld leit á netinu gefur til kynna að Nebraska gjörsigri Ísland, þótt tekið sé tillit til höfðatölureglunnar. En ekki er allt sem sýnist.

Listar yfir „í­þróttafólk frá Nebraska“ sem unnið hefur til gullverðlauna á Ólympí­uleikum innihalda oft fólk sem stundað hefur nám við háskóla í­ rí­kinu og unnið í­þróttaafrek á ÓL á sama tí­ma eða skömmu sí­ðar. Þetta á sérstaklega við fimleika- og fjölbragðaglí­mumenn, en mikil hefð virðist vera í­ Nebraska fyrir hvoru tveggja.Á öðru lagi er ekki sanngjarnt að telja með alla í­þróttamennina frá Nebraska sem unnið hafa til verðlauna í­ hópí­þróttum. Við skulum draga þá alla frá. (Og miðað við þá skilgreiningu er stór spurning hvort rétt sé að telja handboltasilfrið okkar með.)

Ef aðeins er miðað við einstaklingsí­þróttir og fólk sem sagt er fætt í­ Nebraska – sýnist mér að um sé að ræða að lágmarki tólf gullverðlaun. – Miðað við höfðatöluregluna og hlutfallið einn á móti sex, er ljóst að tólf gullverðlaun trompa verðlaunaskápinn okkar og þá erum við ekki einu sinni farin að lí­ta á öll silfur- og bronsverðlaunin sem synir og dætur Nebraska hafa unnið til.

Og í­ þessum verðlaunahafahópi eru lí­ka frægir einstaklingar, s.s. Marjorie Gestring sem vann gullið í­ dýfingum á leikunum 1936. Hún var þá 13 ára og 9 mánaða – og er því­ yngsti gullverðlaunahafi í­ einstaklingsí­þrótt í­ sögu leikanna.

íþróttalí­fið í­ Nebraska lumar svo sem á fleiri görpum en kempum af Ólympí­uleikum: Ætli Andy Roddick sé ekki frægasti núlifandi í­þróttamaður Nebraska. Hann var í­ 1.sæti á heimslistanum í­ tennis fyrir nokkrum árum.

Ef farið er aftar í­ tí­mann er Max Baer lí­klega stærsta nafnið. Hann var heimsmeistari í­ þungavigt hnefaleika, en tapaði í­ einhverjum sögufrægasta bardaga allra tí­ma gegn James Braddock (Cinderella Man) – sem er hið klassí­ska Hollywood-í­þróttadrama.

Ég reikna með að flestir í­þróttaáhugamenn telji þá Roddick og Baer trompa Vilhjálm Einarsson og Völu Flosa.Niðurstaðan er skýr. Við Íslendingar (og Evrópubúar) ættum að fara okkur hægt í­ mannjöfnuði við Nebraska. 

Hvað var sendinefndin að gera í Rúmeníu?

Mánudagur, ágúst 25th, 2008

Það var afar merkilegt að fylgjast með Ingibjörgu Sólrúnu þræta fyrir það í­ Kastljósi að eldflaugavarnarkerfið hafi verið rætt á ráðherrafundinum í­ Rúmení­u á dögunum. Engu að sí­ður var samþykktum um það mál slegið upp sem stærstu fréttum fundarins á sí­num tí­ma.Þetta hlýtur að kalla á að einhverjir fjölmiðlamenn sökkvi sér ofan í­ samþykktir fundarins og spyrji í­ kjölfarið áleitinna spurninga.Voru fréttirnar orðum auknar eða man utanrí­kisráðherra ekki hvað hún samþykkti sjálf? 

Jane Ledsom

Föstudagur, ágúst 22nd, 2008

Jane Ledsom er ung og efnileg söng- og leikkona í­ Bretlandi. Um hana má fræðast hér.

Jane er gallharður aðdáandi Luton Town, samanber netfangið hennar: thehappyhatter@hotmail.com

Nú er hún búin að senda frá sér nýtt lag, 30 down to zero – til stuðnings Luton í­ baráttunni í­ vetur. Titillinn ví­sar augljóslega í­ mí­nusstigin 30.

Endilega tékkið á MySpace-sí­ðunni hennar – 30 down to zero er fyrsta lagið…

Þetta er nú bara hið þokkalegasta lag, miðað við standardinn á fótboltastuðningslögum almennt.