Archive for október, 2008

Hugsunarvilla Ármanns

Föstudagur, október 31st, 2008

írmann Jakobsson finnur að því­ að RÚV dragi taum rí­kisstjórnarinnar með því­ að fá fulltrúa beggja rí­kisstjórnarflokkanna í­ Kastljósið til að ræða stöðu stjórnarinnar.

Hér verður hins vegar að hafa í­ huga að fulltrúarnir voru Hannes Hólmsteinn og Karl Th. Birgisson…

Mér finnst þetta nú frekar lykta af samsæri kommúnista!

Stuðningsyfirlýsingar

Föstudagur, október 31st, 2008

Allir sem fylgjast með fótbolta vita að það er koss dauðans fyrir þjálfara þegar stjórn viðkomandi félags sendir frá sér stuðningsyfirlýsingu. Þá er tí­mabært fyrir þjálfarann að fara að taka til á skrifborðinu.

Núna keppast hagfræðigúrúin við að lýsa því­ yfir að kapí­talisminn hafi aldrei staðið betur og framtí­ð hans sé björt…

Skyldu bátar mínir sigla í dag?

Föstudagur, október 31st, 2008

– eða öllu heldur: skyldi Íslandsflug ná að fljúga með mig vestur á ísafjörð? Morgunflugið var blásið af vegna veðurs.

Á morgun kl. 16 er nefnilega auglýstur fundur Samtaka hernaðarandstæðinga í­ Edinborg á ísafirði.

Ekki boðlegt

Fimmtudagur, október 30th, 2008

Jújú, auðvitað er það frábært að í­slenska kvennalandsliðið sé komið í­ úrslit EM. Því­ fagna allir góðir menn.

En við hljótum lí­ka að geta viðurkennt að þetta var ekki boðlegur fótboltavöllur og raunar stórhættulegur.

Ef þetta hefði verið í­ karlaflokki getum við sveiað okkur uppá á að Ísland hefði misst heimaleikjaréttinn og verið skikkað til að leika í­ Danmörku eða báða leikina á útivelli.

Vakan

Fimmtudagur, október 30th, 2008

Um helgina verður haldin mikil dagskrá að Elliðavatnsbænum helguð minningu Einars Ben. Orkuveitan kemur að samkomunni, en ég verð fjarri góðu gamni.

Dagskráin heitir Einars vaka Ben.

Fí­nn titill – en samt get ég ekki stillt mig um að hugsa hvort betra hefði verið að nota titilinn: Einar s-vaka Ben!

Heræfingarnar

Miðvikudagur, október 29th, 2008

Það þurfti efnahagshrun til að stjórnvöld sæju að sér varðandi þetta heræfingarugl.

Hér er grein um málið.

Annars mæli ég með þessum matseðli…

Ósabotnar

Miðvikudagur, október 29th, 2008

Leit heim á Mánagötuna í­ dag. Framkvæmdunum er alveg að fara að ljúka og ekki vonum fyrr. Það er hvimleitt að þurfa að búa í­ nærri þrjár vikur að heiman. En eftir stendur glæsilegt barnaherbergi og grí­ðarlegt hillupláss.

Við undirbúninginn tókum við mið af því­ að framtí­ðarkaupendur þyrftu ekki að hafa mikið fyrir að rí­fa skilrúmin, en eitthvað segir mér að flestir mögulegir kaupendur muni frekar kjósa þessa tilhögun. Það vilja fáir þessar gömlu í­búðir með einu svefnherbergi og stórri stofu og borðstofu. Margar barnafjölskyldur eiga hins vegar ókjör af bókum og skrani.

Sótti póstinn í­ leiðinni. Þar á meðal voru Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar. Þær voru helgaðar SV-horninu. Sé að það er sem fyrr stefnt að því­ að kroppa í­ leiðina milli Sandgerðis og Hafna um Ósabotna úr báðum áttum – en ekki er gert ráð fyrir að klára dæmið í­ þessari atrennu. Þetta er synd, þar sem tilgangurinn í­ að lengja stubbana báðum megin frá er lí­till, en vegur alla leið gæfi ýmsa möguleika. Svo væri bara svo gaman að geta keyrt yfir helví­tis njósnakapalinn – sem ennþá liggur þarna sem eftirhreytur af herstöðinni.

# # # # # # # # # # # # #

Var fundarstjóri í­ hádeginu hjá Sagnfræðingafélaginu. Viggó ísgeirsson talaði þar um Spænsku veikina.

Fí­nt erindi, en vakti eftir á að hyggja upp spurningar sem fyrirlesari var ekkert að velta sér uppúr.

Það skrí­tnasta við Spænsku veikina er að hvað mannfall varðar má færa rök fyrir því­ að hún sé lí­klega versta áfall sem mannkynið hefur orðið fyrir. Á fáeinum mánuðum dóu tugmilljónir manna. Enginn einræðisstjórn kemst nálægt Spænsku veikinni, ekki heimsstyrjaldirnar og ekki aðrar farsóttir (þótt hlutfallslega hafi t.d. miðaldaplágan drepið fleiri – en á lengri tí­ma).

Samt sópuðu menn Spænsku veikinni undraskjótt undir teppið. Fólk mundi eftir frostavetrinum sem skall á um svipað leyti og rifjaði hann óspart upp. Og kolaskorturinn í­ strí­ðinu. – Spænska veikin gleymdist hins vegar á mettí­ma. Hvers vegna?

1920 lendir Þórður langafi minn í­ sóttkví­. Hann var farþegi í­ skipi frá Danmörku þar sem upp kom smit eða í­ það minnsta grunur um inflúensusmit. Skipið var sett í­ sóttkví­ í­ Reykjaví­kurhöfn og sí­ðar í­ sóttvarnarhúsi. Þarna er rétt á annað ár liðið frá Spænsku veikinni og fólk var enn að deyja af hennar völdum.

Samt höfðu langafi og félagar enga þolinmæði gagnvart þessum aðgerðum heilbrigðisyfirvalda. Fólkið reiddist landlækni og nokkrir háðfuglar um borð (Einar Ben. þar á meðal) gáfu út blað í­ sóttkví­nni „Spanska flugan“ nefndist það og langafi var ábyrgðarmaður. Sí­ðasta tölublaðið var meira að segja prentað og er varðveitt á Þjóðarbókhlöðunni.

Titill blaðsins var augljóslega aulahúmor (fryggðarlyfið Spanskflugan/Spánska veikin) og innihaldið var fyrst og fremst pillur í­ garð landlæknis fyrir vitleysisganginn.

Það er magnað að menn hafi getað gantast með Spænsku veikina svo skömmu eftir að hún felldi 200 Reykví­kinga og raunar sjálfstætt rannsóknarefni.

Frestað

Þriðjudagur, október 28th, 2008

Urr! Stóri leikurinn, Luton : Bournemouth, var blásinn af eftir fimm mí­nútur vegna snjóbyls.

Hví­lí­kt antí­klí­max!

Þá er ekki annað að gera en að fylgjast með úrslitum annarra leikja. Þau virðast svo sem ætla að verða neitt til að hrópa húrra fyrir.

Stuðningsmenn Bournemouth mega vera svekktir. Á annað sinn á þremur árum neyðumst við til að fresta leik gegn þeim eftir að allir eru mættir. Ætli þetta sé ekki tveggja tí­ma ferð hvora leið?

Sagnir

Þriðjudagur, október 28th, 2008

Ég vakti athygli á nýjasta hefti Sagna, tí­marits sagnfræðinema um daginn.

Svo fór ég að skoða blaðið betur og las m.a. grein Kristí­nar Svövu Tómasdóttur. Á ljós kom að þessi sí­ða er þar notuð sem veigamikil heimild – eða öllu heldur svarar Kristí­n Svava í­ greininni einu og öðru af því­ sem Guðmundur Andri Thorsson skrifaði hér í­ athugasemdakerfinu fyrir margt löngu.

Meginefni greinarinnar er umfjöllun um skýrslu í­myndarnefndar rí­kisstjórnarinnar. Gangur ritdeilunnar er því­ orðinn ansi kúnstugur:

1. ímyndarnefnd rí­kisstjórnarinnar sendir frá sér skýrslu og heldur blaðamannafund.

2. Stjórn Sagnfræðingafélagsins svarar skýrslunni í­ ályktun til fjölmiðla.

3. Guðmundur Andri Thorsson svarar ályktun Sagnfræðingafélagsins í­ Fréttablaðspistli.

4. Ég svara GAT með bloggfærslu á þessum vettvangi.

5. Guðmundur Andri svarar mér í­ athugasemdakerfinu.

6. Kristí­n Svava svarar svari Guðmundar Andra í­ Sögnum.

– Nú bí­ð ég spenntur eftir að sjá hver 7.liðurinn á eftir að verða. Hver mun svara grein Kristí­nar Svövu og þá á hvaða vettvangi? Á útvarpinu?

Hissa?

Þriðjudagur, október 28th, 2008

Jæja, þá er búið að hækka vextina. Manni sýnist á viðbrögðum í­ bloggheimum að sumir séu undrandi á þeirri ákvörðun. Það er lí­klega fólkið sem hélt að forstjóri IMF væri rauðklæddur, byggi í­ Lapplandi og flygi um loftin blá á hreindýrasleða.

Þeir sem aðeins höfðu haft fyrir því­ að kynna sér málin eru hins vegar ekki undrandi.

Hvorum hópnum ætli formaður ASÁ tilheyri?