Archive for nóvember, 2008

Þvingaður

Sunnudagur, nóvember 30th, 2008

Á sí­ðasta fundi miðnefndar SHA var rætt um kynningarmál. Miðnefndarmenn reyndust hafa tröllatrú á netinu fyrir hvers kyns auglýsingar og kynningar – þar á meðal Facebook, sem ég hef aldrei viljað koma nálægt.

Á kjölfarið var formaðurinn skikkaður til að stofna Facebook-sí­ðu, sem ég varð vitaskuld að hlýða.

Fyrir vikið er ég kominn á Facebook. Sem er hálfpartinn eins og að byrja að reykja á gamals aldri.

# # # # # # # # # # # # #

Tap gegn Southend í­ bikarkeppninni í­ gær. Skoruðum þó loksins mark eftir langvina markaþurrð.

Með grátt í vöngum

Laugardagur, nóvember 29th, 2008

Það kemur sú stund í­ lí­fi hvers manns að hann verður að viðurkenna að hann er farinn að grána allverulega í­ vöngum.

Á mí­nu tilviki er það lí­klega birtingin á þessari mynd, með fyrsta Smugu-pistlinum mí­num

Kvöldið

Föstudagur, nóvember 28th, 2008

Þessu má nú ekki missa af:

Minnt er á fjáröflunarmálsverð og fullveldisfögnuð SHA í­ Friðarhúsi í­ kvöld, föstudagskvöld.

 

Matseðillinn verður venju fremur glæsilegur, enda um hálfgert jólahlaðborð SHA að ræða.

 

Guðrún Bóasdóttir (Systa) eldar. Matseðillinn er á þessa leið:

 

– Heimalöguð sænsk jólaskinka með karöflusalti, gulrótar appelsí­nusalati og sinnepssósu

 

– Heimagerð lifrakæfa (verður borin fram heit) og heimagert rúgbrauð

 

– Reykt nautatunga með piparrótarrjóma

 

– Karrýsí­ld

 

– Tómatsalsasí­ld

 

– Fyrir þá sem ekki borða kjöt verður hnetusteik á boðstólum

 

– Kaffi og smákökur

 

Borðhald hefst kl. 19:00 en húsið verður opnað hálftí­ma fyrr. Verð kr. 1.500.

 

* Hörður Torfason mætir og les úr nýútkominni ævisögu sinni, sem rithöfundurinn Ævar Örn Jósepsson hefur skráð. Hörður hefur sem kunnugt er staðið í­ ströngu undanfarnar vikur sem skipuleggjandi fjöldafunda og -mótmæla.

 

* Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir mun kynna nýjustu skáldsögu sí­na.

 

* Hjálmar Sveinsson mun ræða og sýna heimsmynd listamannsins og herstöðvaandstæðingsins Gylfa Gí­slasonar, en Hjálmar hefur nýverið gefið út bók um lí­f og störf Gylfa.

Skynsamleg breyting

Fimmtudagur, nóvember 27th, 2008

Þetta er skynsamleg tilraun hjá borgaryfirvöldum og ætti að geta losað okkur við einn flöskuhálsinn í­ umferðarkerfinu.

Spurning hvort e-ð svipað mætti gera á Miklubrautar/Lönguhlí­ðar-gatnamótunum?

Um dauðans óvissa tíma

Miðvikudagur, nóvember 26th, 2008

Annar af tveimur gullfiskum barnsins dó í­ kvöld. Útför auglýst sí­ðar.

# # # # # # # # # # # # #

Ferlega er það eitthvað lélegt að hefja herferð fyrir því­ háskólinn manns eyði grein/ræðu sem maður er ósammála út af heimasí­ðu sinni. Á þetta ekki að heita menntastofnun? Datt engum í­ hug að semja svargrein? Eða er það of erfitt?

# # # # # # # # # # # # #

Fyrsti fundur miðnefndar var í­ kvöld. Fullt af fí­num hugmyndum og góður hugur í­ hópnum. Meginverkefni ársins verður baráttan gegn NATO, sem fagnar einmitt sextugsafmæli á næsta ári.

Kristinn H.

Miðvikudagur, nóvember 26th, 2008

Alltaf finnst mér jafnskrí­tið þegar sama fólk og talar fyrir auknum persónukosningum og hversu slæmt sé að binda sig á klafa stjórnmálaflokka – hneykslast sí­ðan á Kristni H. Gunnarssyni og hristir hausinn yfir því­ hvað hann rekist illa í­ flokki.

Kristinn H. Gunnarsson er ekki við allra skap, en þó óumdeilanlega einn af aðsópsmestu stjórnmálamönnum þjóðarinnar. Hann er sá Alþingismaður sem er næst því­ að vera „persónukjörinn“. Það er helst að Ólafur F. Magnússon komist næst honum í­ að sækja stuðning sinn milliliðalaust til kjósenda. Ætli það megi ekki segja að þeir félagar hafi báðir verið kjörnir út á eigin vinsældir ÞRíTT FYRIR flokkstengslin en ekki vegna þeirra.

Það er því­ lí­klega óhætt að ganga út frá því­ sem ví­su að með kosningareglum sem gæfu kost á auknu persónukjöri myndi fjölga verulega pólití­kusum á borð við Kristinn H. Gunnarsson og Ólaf F. Magnússon á þingi og í­ sveitarstjórnum.

Sem er lí­klega bara hið besta mál?

Hneit þar

Miðvikudagur, nóvember 26th, 2008

Urr…

Luton tapaði fyrir Brentford í­ kvöld. Keith Keane með rautt spjald.

Og í­ fótboltanum í­ KR-heimilinu sló ég úlnliðnum fast utan í­ andstæðing og er helaumur. Verð það væntanlega næstu daga.

Djöfuls djöfull.

Góður dagur

Þriðjudagur, nóvember 25th, 2008

Það stefnir í­ góðan dag. Á dag munu Grænlendingar nefnilega að öllum lí­kindum samþykkja aukna sjálfstjórn sér til handa og stí­ga stórt skref í­ átt til pólití­sks sjálfstæðis. Því­ hljóta allir góðir menn að fagna.

Ég hef margoft áður bent á hversu slök frammistaða það er hjá okkur Íslendingum að Háskóli Íslands skuli ekki bjóða upp á neina kennslu í­ grænlensku og færeyskunám bara með höppum og glöppum. Auðvitað ætti skólinn að bjóða uppá tvær 30 eininga námsbrautir þar sem kennd væru tungumál, saga og menning þessara tveggja þjóða.

Minna má það nú varla vera.

# # # # # # # # # # # # #

Á hádeginu verð ég fundarstjóri hjá Sagnfræðingafélaginu á mjög áhugaverðum fyrirlestri. Óttar Guðmundsson ætlar að ræða fordóma gagnvart geðsjúkum á liðinni öld. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 í­ sal Þjóðminjasafnsins.

# # # # # # # # # # # # #

Luton – Brentford í­ kvöld. Ef þessi leikur tapast er staðan orðin býsna skuggaleg.

Hver skvílaði?

Mánudagur, nóvember 24th, 2008

Haukur mótmælandi var böstaður af löggunni þegar hann var staddur í­ ví­sindaferð háskólastúdenta á vegum Samfylkingarinnar niðrí­ Alþingi.

Þá vaknar spurningin: hver skví­laði?

Ég giska á ígúst Ólaf…

Önnur möguleg skýring er sú að í­slenska leyniþjónustan sé ennþá að hlera sí­mann hjá írna Páli – sem hafi verið að hringja heim í­ frúnna að melda sig seinan í­ kvöldmat og blaðrað því­ leiðinni hverjir væru í­ heimsókn.

Fleiri tilgátur?

Brúnó

Mánudagur, nóvember 24th, 2008

Efni: ví­sindasögunördismi

Á nýjasta hefti Sögunnar allrar er greinarkorn um „pí­slarvott ví­sindanna“, Giordano Bruno, sem brenndur var á báli árið 1600. Greinin er ekki merkt höfundi, svo erfitt er að segja til um hvort hún sé þýdd úr erlenda móðurblaðinu eða hvort skrifin séu eftir Illuga Jökulsson eða einhvern starfsmanna hans.

Söguskoðunin er ekki ný af nálinni. Hlaupið er yfir æviferil Brunos og ágreiningur hans við kirkjuna rakinn, bæði varðandi trúarleg efni og ví­sindaleg. Hamrað er á því­ að Bruno hafi aðhyllst sólmiðjukenningu í­ anda Kóperní­kusar og að það hafi átt einna stærstan þátt í­ að koma honum á köstinn.

Þessa útgáfu mátti lesa í­ flestöllum ví­sindasöguritum fram eftir tuttugustu öldinni. Vegna þess að Bruno var brenndur á báli (öfugt við t.d. Galí­leó sem fór „bara“ í­ stofufangelsi) varð hann að mikilvægum pí­slarvotti. Þess vegna þurfti að troða honum inn í­ öll rit um heimsmyndarfræði – þótt lí­til ástæða sé til að ætla að hugmyndir hans um gang himintungla hafi haft nokkur áhrif á kenningar þeirra sem á eftir komu.

Á seinni tí­ð hafa sagnfræðingar viljað draga úr mikilvægi Brunos fyrir þróun heimsmyndarinnar. Ég hef raunar ekki rekist á neitt meiriháttar verk á þessu sviði frá sí­ðustu áratugum sem vill eigna honum stóran hlut. Það er lí­ka nokkuð á skjön við annað í­ samskiptasögu kaþólsku kirkjunnar og sólmiðjusinna ef krikjan hefur farið að taka upp á því­ að brenna mann fyrir þær sakir svo snemma sem árið 1600. Höfum í­ huga að á þeim tí­ma voru rit Kóperní­kusar ekki enn komin á svartan lista og raunar alveg óljóst hvort kaþólska kirkjan bannaði þjónum sí­num að taka hugmyndir hans alvarlega.

Á hinn bóginn voru mörg dæmi að menn væru teknir af lí­fi fyrir guðfræðilegar skoðanir eins og þær sem Bruno reifaði og gekkst við. Þetta viðurkenna ví­sindasagnfræðingar almennt, að ég tel.

Og höfundur greinarinnar í­ Sögunni allri gerir sér svo sem grein fyrir þessum skoðunum, en snýr sér undan þeim með þessari klausu:

„Rétt er að taka fram að sumir fræðimenn telja að rannsóknir og skoðanir Brunos á ví­sindalegum efnum og náttúrunni hafi ekki átt mikinn og jafnvel engan þátt í­ því­ að kirkjan lét taka hann af lí­fi. Þar hafi einungis guðfræðileg álitaefni komið til. Það eru einkum kaþólskir fræðimenn sem haldið hafa þessu fram, rétt eins og þeim þyki á einhvern hátt réttlætanlegt að kirkja þeirra drepi fólk fyrir smáatriði í­ kirkjulegri kenningu. Hitt sé verra að skoðanir Brunos á náttúrunni hafi átt þátt í­ lí­fláti hans.“

Við þetta er sitthvað að athuga. Á fyrsta lagi væri rétt að skipta út orðinu „sumir“ fyrir „flestir“. Á öðru lagi er það kolrangt að þetta viðhorf sé bundið við kaþólska fræðimenn. Og í­ þriðja lagi er útilokað að fallast á þá röksemdafærslu að með því­ að sagnfræðingur komist að þeirri niðurstöðu að dauðadómurinn hafi fyrst og fremst byggst á guðfræðilegum ágreiningi, sé viðkomandi fræðimaður um leið að viðurkenna réttmæti dómsins.

Auðvitað var illa farið með góðan dreng að brenna félaga Bruno – en það gerir hann ekki sjálfkrafa að „pí­slarvotti ví­sindanna“.