Archive for desember, 2008

Þess vegna sprengja þeir

Miðvikudagur, desember 31st, 2008

Eina ferðina enn eru ísraelar að varpa sprengjum á Palestí­numenn.

Stjórnmálamenn á Vesturlöndum, þar á meðal utanrí­kisráðherra Íslands, taka þann pól í­ hæðina að kenna báðum aðilum um – segja framferði ísraelshers fara út fyrir öll mörk, en Palestí­numenn verði að axla sinn hluta ábyrgðarinnar.

Þessi afstaða byggir á stórkostlega röngu mati á stöðunni í­ ísrael. Staðreyndin er sú að próvókasjónir Hamas-liða (sem vissulega eru fyrir hendi) skipta nánast engu máli varðandi þennan hernað.

Stóra meinsemdin er sú að ísraelsrí­ki þrí­fst ekki án strí­ðsreksturs.

ísraelsrí­ki er að miklu leyti fjármagnað með bandarí­sku skattfé. Baráttan fyrir tilveru rí­kisins í­ núverandi mynd fer ekki hvað sí­st fram í­ fjölmiðlum í­ Bandarí­kjunum eða meðal lobbýista þar í­ landi. Þess vegna er það lí­fsnauðsynlegt fyrir ísraela að geta stöðugt hamrað á því­ að tilvist þeirra sé ógnað og að rí­kið eigi í­ höggi við óvini. Þannig og aðeins þannig geta dollararnir flætt óhindrað austur yfir Atlantshaf.

Justin Raimondo er með góða greiningu á þessari stöðu, sem lesa má hér.

Þessi sannindi mættu svo sem vera hverjum þeim ljós sem fylgst hefur með þróun mála fyrir botni Miðjarðarhafs sí­ðustu árin. Það er því­ dapurlegt þegar evrópskir leiðtogar þykast ekki skilja hvernig í­ pottinn er búið.

Brosað gegnum tárin

Miðvikudagur, desember 31st, 2008

Fyrir jól litum við í­ heimsókn til tengdó sem var að pakka jólagjöfum. Á bunkanum var bók sem hún hafði gripið á einhverjum bókamarkaðnum löngu fyrr og var að velta fyrir sér að gefa einhverju skyldmenninu. Þetta var bók um sögu í­slenskra fegurðarsamkeppna eftir Sæunni Ólafsdóttur.

Ég fór að blaða í­ bókinni og sýndi henni það mikinn áhuga að á aðfangadag fékk ég hana í­ aukajólagjöf.

Þetta er svo sannarlega bók sem kemur á óvart. Höfundurinn hefur viðað að sér grí­ðarlega miklu og skemmtilegu myndefni, s.s. hvers kyns auglýsingum. Á sama hátt er dreginn saman mikill fróðleikur um þetta afmarkaða efni. Það er augljóst af lestrinum að höfundurinn hefur brennandi áhuga á efninu, en hefur á sama tí­ma húmor fyrir því­. Það er góð blanda.

Nælið ykkur í­ eintak á næsta bókamarkaði.

Formannsefni

Þriðjudagur, desember 30th, 2008

Sigmundur Daví­ð Gunnlaugsson gefur kost á sér sem formaður Framsóknarflokksins. Það eru óvæntar fréttir.

Við Sigmundur erum samstúdentar. Ekki get ég nú sagt að við þekkjumst ýkjamikið, en eigum þó allnokkra sameiginlega vini og kunningja. Sigmundur lagði sig lí­ka talsvert eftir ræðumennsku þegar ég var hvað mest að vafstrast í­ slí­ku. Á þeim árum voru tvennar einstaklingsræðukeppnir í­ MR, auk keppni milli bekkjardeilda. Á einni slí­kri fór Sigmundur með sigur af hólmi og fékk að mig minnir bikar og fí­nan titil – gott ef ég þurfti ekki að sætta mig við annað sætið og var hundfúll.

Ég held að það sé samdóma álit fólks að Sigmundur sé hinn mesti ljúflingur og prýðisvel gefinn. En hann hefur ekkert í­ það að gera að verða formaður í­ stjórnmálaflokki. Til þess skortir hann alla reynslu.

Hugmyndin er álí­ka fráleit og ef einhverjum dytti í­ hug að dubba mig upp sem formann VG næsta haust.

(Með þessu er ég þó alls ekki að segja að mótframbjóðendur Sigmundar séu félegri kandí­datar…)

Ef ég væri…

Þriðjudagur, desember 30th, 2008

…almannatengill að aðalatvinnu – myndi ég lí­klega kenna skjólstæðingum mí­num að þegar maður er kallaður í­ sjónvarpið sem álitsgjafi um atburði lí­ðandi árs, þá sé ekki töff að lesa svörin af blaði.

500

Þriðjudagur, desember 30th, 2008

Á netmogganum var haft eftir löggunni að 200 manns hefðu mætt í­ Palestí­nu-mótmælin á Lækjartorgi.

Ví­sir og fréttastofa Bylgjunnar gerðu það sérstaklega að umfjöllunarefni að Össur Skarphéðinsson hefði mætt.

Ég sá ekki Össur og gekk þó hring í­ kringum mannfjöldann til að kanna hljóðburðinn (var að róta). Það eitt segir mér að það voru mun fleiri en 200 á svæðinu.

Ætli 500 hafi ekki verið nær lagi?

Tilvitnun – gáta

Mánudagur, desember 29th, 2008

Eftirfarandi tilvitnun í­ kunnan fagurkera er frá árinu 1974. Hver er maðurinn og hverju mótmælti hann svo kröftuglega?

Þetta dæmalausa plagg Iýsir betur en flest annað þeim yfirgangi smekkleysunnar, sem í­slensk börn eru beitt, hvort heldur er með slí­kri furðusendingu eða með forheimskuðum skrí­pamyndum sjónvarpsins í­ barnatí­mum, eða þeim bí­ómyndum, sem kallaðar  eru  barnasýningar.
Aðilar þeir, sem að slí­ku standa, virðast hafa það sameiginlega álit á börnum, að afkáraskapurinn sé þeim helst til skemmtunar, flatneskjan best til skilnings og listrænt menningarleysi þeim öruggast til uppdráttar.

Börn kunna að meta góða teikningu, þau eru býsna glögg á það, sem er vandað og fallega gert. Því­ er það grætilegt, að opinberir aðilar skuli finna sig knúða til að senda þeim slí­ka andlega sjálfsmynd sí­na og það að sýnist í­ algjöru tilgangsleysi.
… Það vill til, að mörg hafa lagt þennan undarlega jólaglaðning til hliðar með hreinu ógeði.

Getur einhver útskýrt…

Sunnudagur, desember 28th, 2008

…hvaða lógí­k getur verið í­ því­ að tappa vatni á flöskur í­ Vestmannaeyjum og selja úr landi?

Á ljósi þess að vatninu er dælt frá fastalandinu til Eyja, þá getur þetta varla verið hagkvæmt? Af hverju ekki að tappa þessu í­ það minnsta á flöskurnar uppá landi?

Kvef & fótbolti

Sunnudagur, desember 28th, 2008

Allt í­ volli á Mánagötu. Við Steinunn höfum legið í­ bælinu með andstyggilegt kvef í­ allan dag. Það þarf mikið að breytast í­ nótt til að ég komist í­ vinnuna á morgun.

Sendum grí­sinn í­ sund með ömmu sinni og afa. Það féll í­ kramið, enda barnið lí­klega sárfegið að yfirgefa pestarbælið.

Um fjögurleytið dröslaðist ég innan úr rúmi og fram í­ stofu, þar sem ég sá Framara taka Hauka í­ nefið í­ deildarbikarnum. Viggó er að gera virkilega góða hluti með þetta Framlið. Það kemur þægilega á óvart.

Jafnframt lá ég á netinu og fylgdist með framvindu mála hjá Luton og Lincoln. Chris Martin (lánsmaður frá Norwich) skoraði tvisvar og hjassinn geðþekki, Ian Roper, skoraði annan leikinn í­ röð. Lincoln minnkaði muninn í­ 3:2 undir lokin, en þrjú dýrmæt stig í­ höfn.

Núna er mótið hálfnað, 23 umferðir búnar af 46. Luton er komið í­ mí­nus eitt stig (byrjuðum með þrjátí­u í­ mí­nus). Það er undir settu marki – en ekki þó svo ýkja fjarri því­ sem þarf til að halda sér uppi.

Bournemouth er með sjö stig – átta stigum meira en við. Þeir byrjuðu með sautján stig í­ mí­nus. Það þýðir að okkur hefur bara tekist að saxa á forskot þeirra um fimm stig af þrettán. Hins vegar er allt í­ steik utanvallar hjá Bournemouth og ekki útilokað að þeir lendi í­ frekari refsingum vegna fjármálaóreiðu.

Grimsby er með fjórtán stig. Við höfum því­ minnkað forskot þeirra um helming. Stjóraskipti virðast ekki hafa gagnast Grimsby-mönnum, en Mike gamli Newell er við stjórnvölinn þar núna.

Barnet skipti um stjóra nú um helgina. Þeir unnu Bournemouth í­ dag og eru komnir í­ ní­tján stig. Accrington Stanley sigraði Grimsby og komst í­ 22 stig. Chester er með 23. Öll þessi lið sigla því­ tiltölulega lygnan sjó, en geta dregist oní­ fallbaráttuna á skömmum tí­ma.

Næsti leikur er úti gegn Chester, laugardaginn þriðja janúar. Þá verður lí­ka búið að opna félagaskiptagluggann, sem mun hafa í­ för með sér talsverðar breytingar á liðskipan margra liða sem treysta á lánsmenn úr efri deildunum. T.d. bí­ða Luton-menn spenntir eftir að sjá hvort Leicester fær framlengt lánið á markverðinum sí­num frá Liverpool. Ef það gengur eftir, þá eru meiri lí­kur á að Leicester leyfi okkur að halda Conrad Logan út tí­mabilið.

Af utandeildarkeppninni er það markverðast að Burton Albion er langefst á toppnum og mun væntanlega leika í­ deildarkeppninni á næsta ári í­ fyrsta sinn í­ sögunni. Það er ekki hvað sí­st áhugavert vegna þess að Burton er með ungan stjóra, sem þó hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu í­ mörg ár – Nigel Clough! Það skyldi þó aldrei fara svo að Clough yngri taki við Nottingham Forest innan nokkurra ára?

Fjölnota bombur

Sunnudagur, desember 28th, 2008

Aðalauglýsingatrixið í­ flugeldasölubransanum í­ ár er ví­st sprengiterta með skopmyndum af útrásarví­kingum. Fólk er þannig hvatt til að tjá andúð sí­na (reikna ég með) á þessum kónum með því­ að puðra þeim upp.

Þetta er kúnstugt ef haft er í­ huga upphaf þess að byrjað var að setja skopmyndir af stjórnmálamönnum á rakettur. Þá voru myndir eftir Sigmund af ráðherrum rí­kisstjórnarinnar settar á flugelda. Sí­ðar urðu þetta forystumenn stjórnmálaflokkanna – jafnt stjórnarliða sem stjórnarandstæðinga.

Sá var þó munurinn að á þeim árum voru menn hvattir til að skjóta upp „sí­num manni“. Framsóknarmenn áttu að kaupa Steingrí­m Hermannsson, Sjálfstæðismenn Albert.

Núna virðast tí­volí­bombur hins vegar hafa öðlast fjölþættara menningarlegt hlutverk. Þær má nota mönnum bæði til lofs og lasts. Skrí­tið.

# # # # # # # # # # # # #

Rétt í­ þessu var ég að klára að lesa skáldsögu í­ striklotu. Og það helv.flotta bók.

Meira um það á nýju ári.

Borgað inn á höfuðstól

Laugardagur, desember 27th, 2008

Ráðgjafar um heimilisfjármál spretta upp eins og gorkúlur. Margt í­ boðskapnum þeirra verður seint talið eldflaugaví­sindi – s.s. ráðleggingar þess efnis að reyna að losa sig við yfirdráttin og helst að nota kreditkortið sem minnst.

Jújú…

Annað sem fjármálaráðgjafarnir leggja áherslu á, er að maður reyni að borga e-ð lí­tilræði til viðbótar inná höfuðatól lána við hverja afborgun.

Gott og vel – nú er að koma að afborgun á Annuitets-íbúðasjóðsláni heimilisins og því­ um að gera að taka fjármálamógúlana á orðinu. Nema hvað – ég sé ekki að það sé hægt að breyta upphæðinni á greiðsluseðlinum í­ netbankanum til að hækka upphæðina. Er hægt að redda þessu í­ gegnum tölvu að heiman eða verð ég að mæta í­ örtröðina í­ bankanum á gjalddaga? Því­ nenni ég fjandakornið varla…