Kjördagur 25.apríl…
Það er skemmtileg dagsetning. Upphafsdagur Nellikubyltingarinnar í Portúgal.
Einhver ætti að gera sér mat úr þeirri staðreynd í kosningunum.
Kjördagur 25.apríl…
Það er skemmtileg dagsetning. Upphafsdagur Nellikubyltingarinnar í Portúgal.
Einhver ætti að gera sér mat úr þeirri staðreynd í kosningunum.
Andskotinn!
Luton missti niður heimaleik gegn Bury í 1:2 tap. Sénsunum er farið að fækka allverulega.
Reyndar töpuðu Chester, Barnet og Grimsby öll sínum leikjum – og Bournemouth gerði bara jafntefli, en það er til lítils meðan við vinnum ekki leik. Fokk!
# # # # # # # # # # # # #
Sá auglýsingu fyrir leik Chelsea og Liverpool. Þar sést Robbie Williams alvarlegur á svip í Chelsea-gallanum.
Melurinn! Hann sem var frægasti stuðningsmaður Port Vale. Hvaða labbakútur skiptir sisvona um lið?
Nú eru uppi vangaveltur um hvort ríkisstjórnin sem senn tekur við eigi eða eigi ekki að afturkalla hvalveiðikvótann sem Einar K. Guðfinnsson gaf út á lokaklukkustundum sínum í embætti.
Þetta eru þarflausar vangaveltur.
Legg frekar til að gefin verði út viðbótarreglugerð – þess efnis að hvalveiðimönnum verði sem fyrr heimilað að drepa 150 dýr… enda verði þeim slátrað í löggiltu sláturhúsi undir eftirliti dýralæknis og/eða heilbrigðisfulltrúa.
Vandinn leystur!
Útlit er fyrir að Ísland sé að fá nýja ríkisstjórn. Því munu væntanlega ýmsir félagsmenn í SHA fagna. Þá er ekki úr vegi að líta í Friðarhús á föstudagskvöld. Þar verður ekki á boðstólum súr þorramatur heldur:
* Kjöt í karrý, hrísgrjón, brauð og salat (kokkur: Björk Vilhelmsdóttir)
og
* Grænmetispottréttur (kokkur: Guðrún Bóasdóttir, Systa)
Rithöfundurinn írmann Jakobsson mætir og les úr bók sinni Vonarstræti.
Borðhald hefst kl. 19:00. Verð kr. 1.500.
Nú hef ég ekki komist í að lesa dóminn í meiðyrðamáli Ómars R. Valdimarssonar gegn Gauki Úlfarssyni.
Er það rétt skilið hjá mér að Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að málefnaleg rök væru fyrir því að Ómar SÉ mesti rasisti bloggheima?
Þegar Ríkissjónvarpið hóf starfsemi sína 1966 varð Ísland næstsíðasta ríkið í Evrópu til að hefja eigin sjónvarpsrekstur.
Hvaða land rak lestina?
Pendúlar eru skemmtileg eðlisfræðitæki.
Nú hefur snillingurinn Ari Ólafsson úr eðlisfræðiskor HÁ sett upp tvær rólur með ýmis konar pendúlum í anddyri Minjasafnsins. Þetta ætti að standa uppi næstu vikurnar og mun eflaust slá í gegn hjá gestum.
Þá er rétt að byrja að lesa sér til – svo maður geti nú svarað e-m spurningum um þetta fyrirbæri…
# # # # # # # # # # # # #
Nenni ekki að skrifa neitt um Nató-mótmæli gærdagsins. Það hefur verið ágætlega dekkað í vefmiðlum, blöðum og útvarpi.
Spurning samt hvort e-r lögfróður lesandi geti staðfest þann skilning minn að það sé ekki bannað í sjálfu sér að brenna fána með merki alþjóðlegra samtaka á borð við Nató? Slík dula hlýtur að hafa aðra stöðu en t.d. viðurkenndir þjóðfánar…
Jæja, þá liggur það fyrir að Nató-kokteillinn verður á Hótel Esju (sem heitir víst Nordica Hilton núna).
Sjáumst þar fyrir utan kl. 18:30 á eftir…
Á morgun kemur herskari Nató-sérfræðinga til landsins á heljarmikla ráðstefnu á vegum ríkisstjórnarinnar og hernaðarbandalagsins. Fyrirhugað var að hópurinn mætti í móttöku í Þjóðmenningarhúsinu. En eins og lesa má um hér hafa fregnir af fyrirhuguðum mótmælum orðið til þess að kokteillinn verður fluttur úr stað.
Þegar búið verður að grafast fyrir um staðsetningu hans, munu vaskir mótmælendur leggja leið sína þangað. Fylgist spennt með!
# # # # # # # # # # # # #
Enn eitt helvítis jafnteflið hjá Luton í kvöld – og það í leik sem helst hefði þurft að vinnast, gegn Bournemouth á útivelli. Erum bara með tvö stig þegar tuttugu leikir eru eftir. Bournemouth er níu stigum á undan okkur, Grimsby og Barnet eru með 20 og 21 stigi meira. Chester City er svo með 24 stigum meira, en í verulegum fjárhagserfiðleikum sem gætu leitt til greiðslustöðvunar.
Þetta er farið að verða ofboðslega erfitt. Við þurfum nánast kraftaverk til að sleppa úr þessu.
Er ég einn um að finnast það dálítið kaldhæðnislegt að þegar stefnir í að Ísland eignist sinn fyrsta kvenforsætisráðherra skuli Neyðarstjórn kvenna ekki fagna fréttunum, heldur fara fram á að mynduð verði „sérfræðingastjórn“?