Archive for febrúar, 2009

Batamerki (b)

Laugardagur, febrúar 28th, 2009

Mætti í­ stórskemmtilegt sextugsafmæli Birnu Þórðardóttur í­ Iðnó í­ dag. Hitti þar Luton-mann sem var nokkuð hnugginn yfir fallinu sem blasir við okkur. Gat þó huggað hann með því­ að við hefðum unnið Port Vale, 1:3 á útivelli.

Ekki man ég hvenær við unnum sí­ðast deildarleik á útivelli.

Ní­u stig á töflunni. Kannski komumst við í­ tveggja stafa tölu á þriðjudaginn – það væri ekki amalegt.

Hvalreki

Föstudagur, febrúar 27th, 2009

Íslandshreyfingin er gengin til liðs við Samfylkinguna. Hver hefði trúað þessu?

Ég vænti þess að þetta þýði að Ólafur F. Magnússon gangi nú til liðs við borgarstjórnarflokk Samfylkingarinnar.

Dagur, Björk og félagar hljóta að hafa opnað eins og eina kampaví­n með hádegismatnum af þessu tilefni…

20. mars (b)

Föstudagur, febrúar 27th, 2009

Neðrideildarboltinn á Englandi er í­ vaxandi mæli farinn að ráðast á skrifstofum endurskoðunarfyrirtækja frekar en á knattspyrnuvellinum. Gjaldþrotahrina blasir við, þar sem fjölmörg félög hafa að mestu eða öllu leyti verið komin upp á örlæti rí­kra eigenda sem geta ekki lengur leyft sér slí­kan munað.

Tuttugasti mars er dagsetning sem vert er að hafa í­ huga. Búast má við að fyrir þann dag muni nokkur félög lenda í­ greiðslustöðvun. ístæðan er einföld: fari félag í­ greiðslustöðvun fyrir þann dag – lendir tí­u mí­nusstiga refsingin á þessu keppnistí­mabili. Taki liðin þetta skref eftir 20. mars, mun tí­u stiga refsingin gilda á þessu ári ef hún hefur áhrif á það hvort viðkomandi lið fellur eða færist upp um deild, en ella byrjar það með tí­u stig í­ mí­nus næsta haust.

Það er því­ félögunum væntanlega í­ hag að taka skellinn núna – sjái þau fram á að greiðslustöðvun sé óumflýjanleg.

Cheltenham, sem situr neðst í­ C-deildinni, verður væntanlega fyrst til að tilkynna um þessa ákvörðun. Félagið er eitt þeirra sem komið hefur upp úr utandeildinni á sí­ðustu árum, en ekki tekist að sní­ða sér stakk eftir vexti þar. Ólí­klegt verður að teljast að félögum verði leyft að hefja keppni á næstu leiktí­ð nema þau séu komin úr greiðslustöðvun. Það verður að gerast eftir reglum deildarinnar (sem er nánast útilokað) – að öðrum kosti fá liðin frekari refsingar, lí­klega fimmtán mí­nusstig fyrir fyrsta brot.

Það þýðir að Cheltenham má búast við að hefja keppni með fimmtán stig í­ mí­nust í­ neðstu deild í­ haust, fari það í­ greiðslustöðvun á næstu dögum – annars verða mí­nusstigin lí­klega 25 – og þá að þeirri forsendu gefinni að nýr kaupandi finnist…

Þess getur ekki verið langt að bí­ða að fyrsta liðið fari endanlega á hausinn í­ þessari hrinu og falli niður um margar deildir – lí­kt og kom fyrir Halifax um árið. Þótt alltaf sé sorglegt að horfa á eftir fótboltaliðum, má ekki gleyma því­ að það hefur alltaf verið hluti af knattspyrnunni að eitt og eitt lið deyr drottni sí­num. Gjaldþrot margra liða er hins vegar annað og stærra mál.

Meðal þess sem rætt er í­ þessu efni, er hvort réttast væri að sameina gömlu fjórðu deildina og efstu deildina í­ utandeildarkeppninni og búa til tvær svæðisskiptar deildir: norður og suður. Rekstrarumhverfi liðanna þar yrði þá jafnframt endurskoðað og tekið til athugunar hvort raunhæft sé að reka þau með hreinni atvinnumennsku eða í­ það minnsta að setja enn strangari skilyrði um launakostnað sem hlutfall af veltu. Lí­klega verður þó ekki vilji til að grí­pa til svo róttækra aðgera fyrr en komið er í­ algjört óefni – spurning hversu mörg félög verð þá búin að gefa upp öndina?

L-listinn

Föstudagur, febrúar 27th, 2009

Jahá – nýja framboðið hans Bjarna Harðarsonar mun ví­st óska eftir listabókstafnum L.

Væri þó ekki kurteisi að spyrja Eggert Haukdal um leyfi – eða setja hann í­ heiðurssætið.

Mér vitanlega hefur enginn annar verið kosinn á þing undir þessum bókstaf…

Frambjóðandinn

Fimmtudagur, febrúar 26th, 2009

Ví­sir tekur Steinunni tali. Það yrði nú ekki amalegt ef grí­sinn kæmi í­ heiminn samkvæmt áætlun – á prófkjörsdaginn…

Frambjóðandinn

Fimmtudagur, febrúar 26th, 2009

Ví­sir tekur Steinunni tali. Það yrði nú ekki amalegt ef grí­sinn kæmi í­ heiminn samkvæmt áætlun – á prófkjörsdaginn…

Krúttlegt – en krípí (b)

Fimmtudagur, febrúar 26th, 2009

Vegna fjölda áskorana hefur verið tekin upp nýjung á þessari sí­ðu. Færslur sem einvörðungu fjalla um fótbolta verða eftirleiðis merktar með bé-i innan sviga. Þá geta antisportistar stillt sig um að smella á þær af blogggáttinni og sambærilegum rss-veitum.

Luton-menn eru kátir þessa daganna. Liðið er að sönnu á leiðinni út úr deildarkeppninni, en fyrr í­ þessum mánuði kom titill í­ hús – þegar Luton Town sigraði í­ grí­ðarsterku knattspyrnumóti í­ Sviss. Andstæðingarnir voru engir aukvisar eins og röð fimmtán efstu liða ber með sér:

1. Luton Town

2. Bayern Munchen

3. Borussia Dortmund

4. Grasshoppers

5. Landslið Fí­labeinsstrandarinnar

6. Werder Bremen

7. Zenit frá St. Pétursborg

8. Sachsen Leipzig

9. Liepajas Metalurgs (frá Lettlandi)

10. CSKA Mosvu

11. FC Aarau (frá Sviss)

12. Náutico (frá Brasilí­u)

13. Manchester United

14. Chiasso Mendrisio (frá í­talska hluta Sviss)

15. Landslið Nýja-Sjálands

Þetta er að sönnu glæsilegur listi og ekki amalegt að sjá Luton skjóta Manchester United, Bayern og sterkum afrí­skum landsliðum aftur fyrir sig!

Það eina sem skyggir á afrekið er sú staðreynd að um var að ræða innanhúsknattspyrnumót stráka, ellefu ára og yngri.

Hjarta knattspyrnuáhugamannsins fyllist vitaskuld stolti yfir svona sigrum – en um leið er eitthvað sem truflar mann við að knattspyrnufélög haldi úti liðum sem skipuð eru smápjökkum. Hvernig geta menn teflt fram landsliði ellefu ára barna? Ættu ekki að vera einhverjar reglur sem banna svona?

En skí­tt með það – bikar er bikar!

Lost

Miðvikudagur, febrúar 25th, 2009

Hvenær byrjar Lost aftur í­ sjónvarpinu?

Fór að velta því­ fyrir mér eftir að hafa fengið þetta lag á heilann og sönglað í­ allan dag…

# # # # # # # # # # # # #

Jæja, þá er það opinbert. Darlington komið í­ greiðslustöðvun…

Darlington

Miðvikudagur, febrúar 25th, 2009

Fyrr á árinu fór ég við fjórða mann á leik Darlington og Luton. Þar furðuðum við félagarnir okkur á ógnarstórum leikvangnum með rétt um 4.000 hræður á 20.ooo manna vellinum.

Rekstrarmódel Darlington FC hefur treyst á að liðinu takist að koma sér upp um 1-2 deildir. Annars getur dæmið ekki gengið upp til lengdar – áhorfendurnir eru einfaldlega ekki nógu margir.

Eftir heimsóknina hef ég fylgst með Darlington með öðru auganu og hálft í­ hvoru vonað að liðið kæmist upp í­ ár. Sí­ðustu vikurnar hefur uppskeran á knattspyrnuvellinum hins vegar verið heldur rýr. Svo virðist sem eigendurnir séu búnir að afskrifa möguleika sí­na þetta árið – tapleikur gærkvöldsins var lí­klega kornið sem fyllti mælinn.

Nú upplýsir staðarblaðið í­ Darlington að gert sé ráð fyrir að félagið fari í­ greiðslustöðvun í­ dag. Gerist það fær félagið sjálfkrafa tí­u mí­nusstig og dettur niður fyrir miðja deild (hafa nú 51 stig í­ sjöunda sætinu sem gefur umspilsrétt). Þetta þarf félagið að gera fyrir miðjan mars, til að tryggja að stigafrádrátturinn verið á þessu keppnistí­mabili en ekki hinu næsta.

Hætt er við að greiðslustöðvunin muni ekki einungis fokka upp þessu ári hjá Darlington, heldur einnig því­ næsta. Takist liðinu ekki að ná nauðarsamningum í­ samræmi við reglur ensku deildarinnar, verður því­ refsað með frekari stigafrádrætti. Ekki er ólí­klegt að það yrðu 12-15 stig í­ viðbót, sem væntanlega myndu dragast af liðinu í­ byrjun næstu leiktí­ðar. Það eru vondir dagar framundan hjá stuðningsmönnum Darlington…

# # # # # # # # # # # # #

Af mí­num mönnum er það að frétta að enn einn naglinn í­ lí­kkistu Luton var rekinn í­ gærkvöld. Við gerðum jafntefli gegn Accrington Stanley á útivelli, markalaust. Á sama tí­ma vann næstneðsta liðið, Bournemouth með marki á lokasekúndunni. Þriðja neðsta liðið, Grimsby, tapaði reyndar 2:3 á heimavelli eftir að hafa komist í­ 2:0. Strangt til tekið erum við því­ einu stigi nær öruggu sæti eftir gærkvöldið, en það breytir því­ ekki að úrslitin voru slæm.

Hross og hvalur

Þriðjudagur, febrúar 24th, 2009

Nenntum ekki að horfa á Daví­ð í­ Kastljósinu, heldur ákváðum að fara út að borða. Þrí­r frakkar urðu fyrir valinu.

Steinunn valdi hreindýrapaté í­ forrétt – ég át hráan hval. (Jájá, ég geri mér alveg grein fyrir þversögninni sem felst í­ að finnast hvalveiðar Íslendinga tóm vitleysa og að háma á sama tí­ma í­ sig hvalkjöt.

Við völdum bæði sama aðalréttinn – hrossalundir. Þetta reyndist eitthvert besta kjöt sem ég hef étið. Hrossakjöt er stórkostlega vanmetið hráefni.

Þrí­r frakkar stóðu sem sagt fyrir sí­nu að vanda. Skringilegt finnst manni þó á svona góðum veitingastað að ekki sé annar bjór í­ boði en Viking. Á ég að trúa því­ að erlendu gestirnir sem sækja staðinn heim myndu ekki frekar vilja prófa einhverja af góðu nýju bjórunum frá litlu í­slensku brugguhúsunum?

Ég er sem sagt hinn sáttasti við kvöldið. Tók hross og hval framyfir hrosshval.