Archive for mars, 2009

Tunnan

Þriðjudagur, mars 31st, 2009

Fyrir tuttugu árum efndu SHA sí­ðast til samkomu á Austurvelli á 30. mars. Þá voru fjörutí­u ár liðin frá Nató-inngöngunni og aðgerðin var með þeim hætti að hópur leikara og fundargesta leiklásu umræðurnar á þingi 1949.

Ég var í­ gaggó, en skrópaði ásamt nafna mí­num Jónssyni til að mæta og fylgjast með. Mættum svo glaðbeittir í­ tí­ma og gáfum upp ástæðu fjarvistarinnar. Þetta var flott aðgerð og minnisstæð.

Á sextí­u ára Nató-afmæli kom aldrei annað til greina en að mæta á Austurvöll. Fyrir margt löngu kviknaði sú hugmynd á miðnefndarfundi að gaman væri að slá köttinn úr tunnunni og ákveðið var að hrinda því­ í­ framkvæmd.

Það var reyndar fyrst á fimmtudaginn sem farið var að huga að því­ að redda efninu. íbending barst um hvar kaupa mætti trétunnu og eftir að hafa lagst í­ sí­mann komst ég að því­ að á auðu svæði í­ borginni lægju gaflar af rólu. Þeir voru teknir að láni og Þorvaldur Þorvaldsson, miðnefndarmaður, riggaði upp þverbita.

Rólugálginn var settur upp fyrir framan styttuna af Jóni Sigurðssyni og tunnan var hengd niður úr honum – eftir að búið var að mála á hana Nató-merkið og fjarlægja miðgjarðirnar. Þorvaldur útbjó sömuleiðis barefli, heljarmikla lurka.

Á upphafi var tilkynnt að nú skyldi hví­tliðinn barinn úr tunnunni. Það var loks blikksmiðurinn knái Einar Gunnarsson sem náði tunnunni í­ sundur með roknahöggi og þá kom í­ ljós að „hví­tliðinn“ var forláta gúmmí­kjúklingur úr versluninni Hókus pókus. Honum var svo hnuplað af einhverjum fundargesti – lí­klega sem miðjagrip.

Ætli það hafi ekki verið svona 200 manns á staðnum – mjög svipað og fyrir 20 árum. Vonandi voru einhverjir gagnfræðaskólanemar í­ hópnum núna lí­ka…

# # # # # # # # # # # # #

Fyrr í­ kvöld fékk ég athugasemd við gamla færslu um Darlington frá manni sem segist styðja það lið í­ enska boltanum. Það styður þá kenningu mí­na að öll liðin í­ deildarkeppninni – amk þau sem ekki eru nýfarin að keppa þar – eigi sér í­slenska stuðningsmenn. Þessi er eflaust ekki eini Darlington-maðurinn.

Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ég fagnað þessum pósti innilega – en núna fann ég til sektarkenndar.

Fyrr um kvöldið hafði ég nefnilega verið að plægja mig í­ gegnum spjallborðið hjá Darlington-stuðningsmönnum, til að lesa um efnahagslegar hrakfarir liðsins. Það er raunverulegur möguleiki á að félagið lifi ekki þessar hremmingar. Á morgun mun aðilinn sem stýrir félaginu í­ greiðslustöðvuninni senda frá sér yfirlýsingu – hún mun væntanlega fela í­ sér lokadagsetningu, sem nýr kaupandi verður að vera fundinn fyrir.

Er þetta ekki hið fullkomna kreppuklám?

Á ljósi þessa, var hálfónotalegt að fá vinalega kveðju frá ókunnum manni sem þykir vænt um Darlington og vill auðvitað ekki að liðið fari á hausinn.

# # # # # # # # # # # # #

Lost er byrjað í­ sjónvarpinu! Hér eftir verða ekki settir niður fundir á mánudagskvöldum – eða þeim í­ það minnsta lokið nógu tí­manlega til að hægt sé að horfa á plúsnum…

Ef stjórnmálamenn væru mjólkurafurðir…

Mánudagur, mars 30th, 2009

Bjarni Benediktsson segist vera skyr. Það er reyndar mjög klassí­skt og þjóðlegt.

En hvaða mjólkurafurðir skyldu þá aðrir í­slenskir stjórnmálamenn vera?

Hver er matreiðslurjómi og hver undanrenna?

Hver myndi vera tí­skubólan „Kvarg“ – eða „Svarti Pétur – lakkrí­sjógúrt“, sem öðlaðist skammvinna sjónvarpsfrægð…

Jón Baldvin væri lí­klega Mangó-Sopi – sem hvarf úr hillum verslana á ní­unda áratugnum, þrátt fyrir að eiga lí­tinn en dyggan hóp aðdáenda. (Gott ef fólkið framan á fernunni var ekki í­klætt þjóðbúningum Eystrasaltsrí­kjanna.)

Mysingur, geitaostur, súrmjólk, mysa, Garpur, fí­flamjólk… möguleikarnir eru endalausir!

Hreystimenni

Sunnudagur, mars 29th, 2009

Það er ekki hugguleg veðurspáin fyrir morgundaginn……en hraust fólk lætur það ekki stoppa sig, heldur mætir á Austurvöll kl. 17. 

Tjáskiptaleiðir

Sunnudagur, mars 29th, 2009

Frjálslyndi flokkurinn er skrí­tinn flokkur. Miðlun upplýsinga er lí­ka með nokkuð sérstökum hætti þar innahúss, að manni virðist.

Þannig sagði heimasí­ða flokksins svona frá því­ hver myndi skipa toppsætið í­ öðru Rví­kur-kjördæminu: „Eftir því­ sem kemur fram á bloggi hjá einum stjórnarmanna í­ kjördæmafélagi Reykjaví­k norður, Jens Guð, þá ákvað stjórnin að Karl V. Matthí­asson leiði lista Frjálslynda flokksins í­ Reykjaví­k norður í­ næstu alþingiskosningum.“

Hlutverkaleikir

Laugardagur, mars 28th, 2009

Þorgerður Katrí­n segir að Steingrí­mur Joð sé hinn nýi Skattmann.

…liggur þá ekki beint við að þróa þennan ofurhetju-hlutverkaleik aðeins lengra?

Hvort er forysta Sjálfstæðisflokksins þá Jókerinn eða Mörgæsin?

Eitt skref áfram, tvö afturábak (b)

Laugardagur, mars 28th, 2009

Þriðji sigurleikurinn í­ röð hjá Luton, að þessu sinni 1:2 gegn Morecambe. Að öllu jöfnu ætti þetta að leiða til mikillar gleði og hamingju, en úrslit dagsins urðu þó lí­tið fagnaðarefni.

Grimsby hélt sigurgöngu sinni áfram og er ennþá ellefu stigum á undan okkur – en núna eru aðeins sjö leikir eftir til að brúa bilið. Það er til lí­tils fyrir okkur að vinna leikina ef keppinautarnir gera slí­kt hið sama…

Chester gerði markalaust jafntefli og er núna aðeins átta stigum á undan. Öllum ber saman um að Chester sé eitthvert lélegasta lið sem sést hefur í­ deildinni, auk þess að vera nálega gjaldþrota.

Bournemouth er með tólf stigum meira og Barnet fjórtán stigum meira. Það er eiginlega utan seilingar. Einkum þar sem Nicholls fyrirliði er á leiðinni í­ fimm leikja bann fyrir að æsa upp áhorfendur.

En þrí­r sigrar í­ röð er fjári gott og gefur góðar vonir fyrir úrslitaleikinn á Wembley eftir viku.

Vont

Laugardagur, mars 28th, 2009

Dóttirinn gróf upp gamalt Fischer Price-kasettutæki og heimtaði að við keyptum í­ það rafhlöður. Það var í­ sjálfu sér allt í­ lagi.

Verra var að henni tækist að finna gamla kasettu með norsk/sænska dúetnum Bobbysocks úr fórum móður sinnar. Helmingurinn af lögunum eru gömul swing-lög í­ anda Borgardætra (Don´t bring Lulu o.þ.h.), en restin er lélegar Blondie-stælingar.

Þetta er skelfilega vont…

# # # # # # # # # # # # #

Á dag var mér boðið sæti á framboðslista eins af nýju framboðunum. Afþakkaði pent. Nóg að hafa einn frambjóðanda á heimilinu.

Skárri er kona en kaþólikki…

Föstudagur, mars 27th, 2009

Bretarnir virðast ætla að gera alvöru úr því­ að breyta lögunum um krúnuna og ryðja ýmsum hindrunum úr vegi. Um það má lesa hér.

Fréttinni á BBC fylgja athyglisverðar niðurstöður úr skoðanakönnun.

Samkvæmt henni vilja 3/4 Breta halda í­ konungsdæmið.

Tæplega tí­undi hver Breti er á móti því­ að konur standi jafnar körlum að erfðum.

Tæplega fimmti hver, er hins vegar á móti því­ að þjóðhöfðingjanum verði leyft að giftast kaþólikka…

…gaman hefði verið að vita hvort breska þjóðin myndi frekast óttast karl- eða kvenkaþólikka sem konungs-/drottningarmaka…

Bravó, ráðherra!

Föstudagur, mars 27th, 2009

Þetta er ástæðan fyrir því­ að það er svo brýnt að halda Sjálfstæðisflokknum úr dómsmálaráðuneytinu!

Tunna óskast

Fimmtudagur, mars 26th, 2009

Mig vantar sárlega stóra trétunnu, sem má eyðileggja, að gjöf eða til kaups.

Allar ábendingar vel þegnar.

Svarið í­ athugasemdakerfið – eða hringið (ég er í­ skránni).