111230142832985291

Undarlegir hlutir eru hér á sveimi í andrúmsloftinu en snjóa hefur tekið hér í reykjavík á þessum sumardegi. Það er ekki venja fyrir slíku veðurfari á þessum árstíma og er ég skelkaður mjög. Mætti halda að pólskipti hefðu orðið og einhverjum hafi láðst að láta mig vita svo ég gæti fengið mér kraft-galla. Fanndrífuna ber víðsvegar um borg og er sígóportið því miður þar engin undantekning en undirritaður átti í miklum erfiðleikum með að finna sér skjól fyrir fimbulvetri þessum.

Haukur frænka lýsti því yfir áðan að hann myndi ekki kenna næsta vetur en hann ætlar að kenna sitt síðasta ár sitt hið þarnæsta ár. Finnst mér það miður og þó að við Haukur höfum ætíð fylgt sannfæringum okkar í tvær ólíkar áttir þykir mér mikill missir í þessu.

Steindór reyndi að hjálpa mér með teljara- og commentadraslið en allt kom fyrir ekki og tel ég því að blogg mitt sé spastískt.

Þótt ótrúlegt megi virðast hafa nær allir uppgötvað að ég reki blogg og hef ég uppgötvað að vilji einhver reka blogg í leyni myndi það reynast honum ógjörningur. Ekki misskilja mig en þrátt fyrir orð mín þá er þetta ekki prívat blogg.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *