111230147948203475

Jei! Ég er kominn með teljara!

Síðasti kennsludagur var í dag og ég er ekki frá því að ég hafi fundið fyrir einhvers konar eftirsjár tilfinningu, svona eins og ég vilji ekki að skólaárinu sé lokið. Þetta hef ég aldrei fundið áður.

Þegar ég kom heim beið mín bréf frá reiknistofu bankanna er bar yfirlýsinguna: „AÐVÖRUN! Samkvæmt stöðulista PR. 22. 04. 03 eigið þér enn ógreiddar Kr. 17,606,50 í vanskilum.“ Hvaða rugl er þetta?! Ég er varla búinn að fá yfirdráttarheimild til að borga einn reikning þegar þeir slengja framan í mig öðrum reikningi fyrir heimildinni! Þessi heimild á að standa óhreifð til sjöunda júlí og ég má gera hvað sem mér sýnist við hana! Svo kemur það besta. Ég hringi í bankann og kvarta yfir þessu ósiðlega athæfi og lélegum vinnubrögðum að vera að heimta inn eitthvað sem ég má skulda í ríflega tvo mánuði og þá segir ræfilstuskan bankamaðurinn að það sé engin heimild á reikningnum mínum! Hvað í andskotanum á það að þýða?! Þetta er í annað skiptið á einni viku að ég hef þurft að ítreka fyrir lélegum bankastarfsmanni að ég HAFI fengið heimild! Ég skrifaði undir samning! Hvað gerðu þeir við hann? HENTU HONUM?!!!?

Djöfull hata ég bankakerfið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *