111230156067051430

Svona til að aflétta spennunni (úúú Aggi, þú ert svo afhjúpandi) þá er þetta mín síðasta færsla í dag. Ég hafði í huga að hvetja fólk til umhugsunar um gildi ljóða í nútímasamfélagi en það er ekkert skemmtileg umræða. Hér fylgir svo reyndar ljóð sem ég samdi í rökkri gærkvöldsins:

Veittu mér vegsemd og virðing mikla,
minn skóli, er einkunnir stillir í hóf.
Er á lífsgæðakapphlaupssteinum ég stikla,
ég fallvaltur verð ef ég stenst ei mín próf.

Ef einhver er latur við lærdómsvísur að etja þá hef ég úrræði í þremur þrepum til að hafa viðkomandi ofan af þeirri dómadagsvitleysu:
1. Þú þrumar upp útidyrahurðinn hjá viðkomandi
2. Þú rífur hann upp af rassgatinu
3. Þú hreytir vísunni minni á viðkomandi
Normal niðurstaða: Viðkomandi sér að sér við það að heyra hvað verður um þann sem ei lærir og hellir sér alveg hreint eins og vatnsfall ofan í bækurnar.
VARÚÐARORÐ! Þetta hefur aðeins verið prófað nokkru sinni í huga mér og ber að varast slefspýjurnar er standa oft út úr munnvikum viðkomandi, þar eð nýlærdómsfús maður ræður ekki við þekkingarþorsta sinn, sem orsakar fyrrnefndar slefspýjur.

En nú skal eg trauður troða tröppur lærdómsins. Only one way to go…
…and that way is up.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *