111533555954643821

Skemmtileg rökfræði sem hér er beitt. Í vinnunni vildi hann jafnvel meina að það væri ekki einu sinni fullkomnlega óhætt að lesa bókina jafnvel þegar John Lennon er nú þegar myrtur. Ef ég væri höfuðlagsfræðingur (nú fær hann flog) gæti ég kannski útskýrt hugarfar hans þeim mun betur. En ómenntaður er ég í þeim fræðunum og þar af leiðandi er ég ekki í neinni aðstöðu til að „hegðunarferlisgreina“ hann.

1984: Vinningshafinn er fundinn!

Já, það kom mér nokkuð í opna skjöldu hver vann, en það var enginn annar en hann Oddur Sigurjónsson vinnufélagi minn til nokkurra ára. Fyrir þá sem efast (ég veit um einn) færði hann fullnægjandi sönnur fyrir máli sínu. Eftir frekari athugun á kröfu Odds hefi ég lýst hana réttlætanlega og hlýtur hann því verðlaunin. Hlýtur Oddur hér hamingjuóskir og megi hann una sáttur við sitt.
Meira um vinnustaðateitið
Það gleymdist að greina frá einu skemmtilegu atviki sem fyrir mig henti í fyrr-umræddu teiti. Þar sem ég sat í makindum mínum í fáguðum timburstól, önnum kafinn við tónlistarflutning, henti það mig að einn fóturinn gaf eftir með þeim afleiðingum að ég lak hálfpartinn úr stólnum. Það fyndnasta var það þó að á nákvæmlega þeim tímapunkti og ég mælti: „Það tekur enginn eftir þessu“, hrundi stóllinn í einhverja fimm bita til viðbótar. Kannski eru sumir farnir að skilja kommentið mitt um Andrés Önd frá því í gær?

Annars átti ég góðar rökræður við Bibba í vinnunni í dag. Þar kom margt fram, jafnt skemmtilegt sem óskemmtilegt, og hallast ég helst að því að Bibbi sé mögulega einum of gagnrýninn á umhverfi sitt.