Ölvun

Vó herra Jack Daniels! Þú ert sterkur. Í kvöld drakk ég sem nemur einum fjórða úr slíkri flösku (700ml) og varð geysiölvaður. Alli fékk mig í föruneyti sitt í partí eitt er Bjarki vinur hans hafði boðið okkur í. Ég var ekkert rosalega spenntur fyrir því en fór samt. Ókei, allt í lagi með það. Það fyrsta sem ég sé þegar ég stíg inn er Tóta, vígreif og hress eins og venjulega. Það gladdi mig mjög mikið, enda sjaldséð kunnugleg andlit, sérstaklega andlit sem manni líkar við. Það næsta sem ég sé er einhver gaur sem ávarpar mig með nafni, en engin kennsl bar ég þó á hann. Svo kynnir hann sig sem vin hins frönskumælandi Davíðs Steins, fyrrverandi bekkjarfélaga minn í sjöunda bekk. Ég spurði hvort heldur Dabbi væri á svæðinu og viti menn. Vinurinn vísaði mér á hann og sá varð nú heldur glaður að sjá mig. Kom svo reyndar í ljós að hann var enginn annar en gestgjafinn sjálfur. Venjulegu faðmlögin sem fylgja endurfundum áttu sér stað, jafnvel þó svo að mér líkaði heldur illa við kauða. Svo gerist það að um leið og mér var farið að líka vel við hann á ný byrjaði hann á „hressu töktunum“. Það sem í þeim felst er það að kýla fólk þegar maður ávarpar það og að kyrja í sífellu „félagi“ ellegar „kallinn“. Þegar maðurinn gerðist full til ágengur forðaði ég mér út fyrir hússins dyr, þar sem ég og Alli runnum af hólmi á Pontiac bílnum hans trausta. Eftirleikurinn var þó heldur viðburðarlítill. Það sem ég fékk þó upp úr krafsinu var boð til Dabba næsta föstudag. Ekki ætla ég að mæta en eftirfarandi æskufélagar eru þó boðnir:

Sigurður Hólm
Sigurður Benediktsson
Ásgeir Sigurjónsson
Reynir Þorgeir Þorsteinsson
Egill Eydal
Hákon Eydal (faðir fyrrnefnds manns af sömu ætt)

Skildi einhver á boðslistanum lesa þetta má hann vinsamlegast bera skilaboðin áfram til hinna. Partíið verður að Hávallagötu 18 næstkomandi föstudag og er það gestgjafa samboðið að gestir hans mæti með sem flestar „gellur“, honum til yndisauka. Ekki veit ég hvað honum gengur til með þessu, enda á maðurinn augljóslega eftir að „sprengja kirsuberið“. Þið hin sem ekki eruð boðin megið þó samt endilega mæta, enda er gestgjafinn örlátur á húsnæði sitt, sem nær yfir fjórar hæðir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *