Vinsamleg tilmæli

Það er ótrúlegt hvað orðið arfleifð er orðið algengt í daglegu tali eftir að fólk uppgötvaði hvernig á ekki að skrifa það og hélt sig við það, eiginlega mun algengara en tilefni gefur til. Hin algenga orðmynd arfleið er bara því miður ekki til nema sem stýfður boðháttur sagnarinnar arfleiða (arfleið þú).

Hér má aftur á móti finna gervalla beygingu nafnorðsins arfleifð. Vinsamlegast tileinkið ykkur eða sleppið því. Í einhverjum tilfellum gæti seinni kosturinn reynst auðveldari. Óþarfi að flækja hlutina um of eða hvað?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *