Stormur í aðsigi

Það væri mér að minnsta kosti ekki á móti skapi ef stormur væri í uppsiglingu. Það gæfi mér hið fullkomna færi á góðum bíltúr. Fátt er skárra en að sitja í hlýjum bíl hlustandi á góða tónlist í virkilega vondu veðri. Þá verður manni gjarnan litið til hins gangandi vegfaranda þar sem hann berst á móti loftmótstöðunni, óskandi þess að hann væri á bíl. Sólin mætti skína aðeins meir á meðan vinnunni stendur en eftir vinnu gæti mér ekki verið meira sama þótt allt fari til fjandans, þóknist veðurguðunum sem svo. Ég vonast eftir afkastaveðri í Reykjavík um verslunarmannahelgina (en sól handa þeim sem fara eitthvað) svo ég megi hljóta meiri ánægju af því að fara í bíltúra á nýja bílnum hennar móður minnar, en hann verður vonandi keyptur fyrir helgi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *