Monthly Archives: júlí 2003

111533333771021431 0

Ég held það sé alveg á hreinu að sumarið sé búið. Einhverra hluta vegna fann ég fyrir þáttaskilum í lífi mínu í gærkvöldi (fimmtudag, ekki föstudag). Ég virðist vera mjög næmur á það hvenær líf mitt tekur breytingum. Það sem er ennþá skrýtnara er það að næmni mín hefir aldrei brugðist.

111533339595501626 0

Alveg gleymdi ég því. Á leiðinni heim úr bænum var leigubílstjórinn að hlusta á einhvurja kerlingu væla yfir því að börnin sín hefðu verið tekin frá sér og hún lögð inn á geðdeild. Það var augljóst, jafnvel í gegnum útvarp, að konan er snarruglaður drykkjusjúklingur svo ég varð ekki beinlínis hlessa.

Misery Loves Company 0

Vissulega orð að sönnu. Ég og Bibbi kíktum á tónleika með hljómsveit sem það nafn bar í kvöld. Við hittumst snemma og tókum að drekka. Hámark drykkju okkar náðist á óskilgreindum tíma en við náðum að mæta á tónleikana rétt svo of seint og misstum því af c.a. fjórum-fimm lögum. Tónleikarnir voru prýðilegir og fyrir […]

Sambandsrugl 0

Tveir góðvinir mínir tóku hlé á sambandi sínu í gær. Þess skal ekki getið hver þau eru en ég er ekki sáttur. Ég er kannski hlutlaus aðili í málinu en ég er samt ekki sáttur. Besta grúppa sem ég hef verið í er splundruð og mun líklegast ekki taka saman aftur ef ég þekki málsaðila […]

111533350827879760 0

Ha ha.

Fylgst með sveinka 0

Það er eitthvað að þessu fólki. Þetta er ekkert grín. Þeir hafa verið að fylgjast með ferðum jólasveinsins hver einustu jól síðan 1958 og þeir þykjast hafa séð hann á radar! Skoðið síðan hvurslags tækjabúnað þeir nota til starfsins. Þetta kostar morð fjár. Djöfull fer svona í taugarnar á mér. Tilgangslaus peningasóun til handa krökkum […]

Fréttablaðið í dag 0

Titill forsíðugreinar Fréttablaðsins er svohljóðandi: „Leiðtogar fagna falli böðlanna“. Það geri ég líka en er þetta ekki full gróft hjá blaði sem skilgreinir sig hlutlaust? Svo er lítill greinarstubbur á bls.4 sem segir að fátt sé eftir af eftirlýstum írökum. Væntanlega þar sem Uday, Quisay og Saddam voru einu virkilega eftirsóttu írakarnir á meðan hinir […]

Alveg hreint ótrúlegt 0

Ég gleymdi að greina frá svolítið merkilegu atviki sem henti vinnufélaga minn hann Odd í gær. Er ég og Oddur stóðum starfandi í eigin heimi eins og algerir vinnuþjarkar (ahem) hringdi síminn hans skyndilega. Í símanum var maður sem kvaðst vinna hjá Norðurljósum og að Oddur hefði fundist sekur um að gefa upp símanúmerið sitt […]

Lag dagsins 0

Ég mæli fastlega með því að allir áhugamenn um einhverja þá fegurstu tónlist sem til er kanni Recuerdos de la Alhambra með Andre Segovia.

Atvinnuörðugleikar 0

Nú hef ég setið við tölvuna í allan dag við að sækja um hin ýmsu störf. Það er ekki heiglum hent að há baráttu við atvinnuleysið og hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég mun líklegast þurfa að lifa veturinn út bláfátækur. Kemur það sér alveg einstaklega illa fyrir mann eins og mig.