Lágmenning

Bloggari gekk úr 10-11 fyrir skömmu þar eð hópur af (væntanlega kvenkyns) gelgjum rúntaði framhjá á hlaupahjólum sínum. Yfirheyrðist bloggara smá bútur af samtali þeirra:
Gelgja1: „Þúst, ég var að koma úr afmæli. Skítt með kringluferðina! (í mjög kaldhæðnislegum rómi)
Gelgjur 2 & 3 flissa.
Gelgja2: „As if!“
Meira fliss fylgdi í kjölfarið. Þykir þessum kykvendum í alvörunni ekkert vera merkilegra en verslunarferð í klasanum? Hvers á heimurinn að gjalda?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *