Monthly Archives: ágúst 2003

Talandi um skóla… 0

Í dag sótti ég bókasafn MS heim. Kannski engin Íþaka en þar get ég þó átt mér afdrep þegar ekkert annað býðst. Ég hef hreinsað köngurlóavefina af borði einu sem ég hef gert tilkall til. Merkilegt borð reyndar, en það prýðir snotur vísa sem hljóðar svo: „Feitur maður ríður fast, veldur miklum særingum. Pabbi, pabbi […]

Pabbahelgin 0

Alveg ótrúlegt þykir mér að fólk geti lagst eins lágt og faðir minn gerði um helgina. Hann sótti okkur bræðurna í gærkvöldi, þar eð lítill tími var til að gera nokkuð fyrir svefninn, og lét mig svo vinna í húsinu sínu í allan dag. Hey, best að notfæra sér pabbahelgina til að verða sér úti […]

Eftirsjá 0

Ef marka má fyrsta skóladaginn (mamma vill meina það) mun þessi vetur verða einhver sá versti vetur sem ég upplifi. Mér líst hvorki á skólann né bekkinn minn. Að ekki sé minnst á námsefnið og kennarana. Það er útlit fyrir það að ég muni verða frekar mikið út af fyrir mig í skólanum.

Minningar 0

Parísardaman geðþekka skoraði á mig að fylla út svona lista. Ég skora á Silju, Halldór og Alla að fylla út líka (á sínum eigin síðum!). 1. Lykt og minningar. Er einhver sérstök lykt sem vekur hjá þér minningar? Segðu frá. Lyktin af Half & Half píputóbaki minnir mig á tvær vikur sem ég var veikur. […]

Pabbahelgi 0

Faðir minn mun oss sækja eftir sýningu sem hann syngur í á eftir. Spurningin sem vaknar er þá kannski þessi: Er ég ekki orðinn full gamall fyrir pabbahelgar?

Fagnaðarfundir 0

Gleðitíðindi eru þó nokkur. Siggi og Silja hafa tekið upp þráðinn þaðan sem þau skildu við hann og hittist hinn vammlausi hópur, sem samanstendur af mér Alla, Sigga og Silju, aftur eftir um sex vikna aðskilnað. Ofan á þetta bætist svo það að ég hef lokið störfum mínum við Borgarspítalann, sem staðið hafa yfir síðastliðin […]

Bifreiðir 0

Móðir mín fjárfesti í glænýjum bíl meðan ég var erlendis. Sem afleiðing hef ég verið nokkuð spenntur að fá að prufukeyra hann. Þrisvar sinnum hefi ég nú spurt móður mína leyfis og öll skiptin í dag. Fyrst bað ég um hann til að ég gæti hitt Silju. Fékk ég neitun. Svo bað ég um hann […]

Lágmenning II 0

Ég sá Hreim úr Landi og sonum troða upp í sig heilli rúllu af klósettpappír í sjónvarpinu áðan. Nei, í alvöru talað.

Lágmenning 0

Bloggari gekk úr 10-11 fyrir skömmu þar eð hópur af (væntanlega kvenkyns) gelgjum rúntaði framhjá á hlaupahjólum sínum. Yfirheyrðist bloggara smá bútur af samtali þeirra: Gelgja1: „Þúst, ég var að koma úr afmæli. Skítt með kringluferðina! (í mjög kaldhæðnislegum rómi) Gelgjur 2 & 3 flissa. Gelgja2: „As if!“ Meira fliss fylgdi í kjölfarið. Þykir þessum […]

Vinna & Menntun 0

Þessi vinnudagur var ekki lengi að líða. Á morgun mun vinna mín svo endanlega hafa runnið sitt skeið, en þá hætti ég. Daginn eftir það verður svo haldið inn í Mordor og mun ég þar setjast að námi við Menntaskóla Saurons. Munu örlög mín þar endanlega greypt verða á hring einn, sem færður verður sjálfum […]