Snilld

En er Þórir sá að þeir Óspakur gengu til hvalsins hét hann á menn að þeir skyldu eigi láta rænast. Hljópu þeir þá til öðrum megin. Gengu þeir þá frá hinum óskorna hvalnum og varð Þórir skjótastur. Sneri þegar Óspakur honum í móti og laust hann með öxarhamri. Kom höggið við eyrað og féll hann þegar í óvit. En þeir er honum voru næstir tóku til hans og kipptu honum að sér og styrmdu yfir honum meðan hann lá í óvitinu. En þá varð hvalurinn eigi varður.

Þá kom að Álfur hinn litli og bað þá eigi taka hvalinn.

Óspakur mælti: „Far þú eigi til Álfur,“ segir hann, „þú hefir haus þunnan en eg hefi öxi þunga. Mun ferð þín verri en Þóris ef þú gengur feti framar.“

Þetta heilræði hafði Álfur sem honum var kennt.

Tekið úr Eyrbyggja sögu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *