Laxdæla

Þegar ég var lítill æfði ég handbolta með Fram (ekki fara að rífast við mig um hve ömurlegt lið það nú er eða þar fram eftir götunum, því mér er svo nákvæmlega sama). Með mér í liði var maður sem hét Arnór Atlason, en honum mætti helst líkja við Kjartan Ólafsson úr Laxdælu. Arnór var besti maðurinn í liðinu og án hans hefði okkur líklegast ekki gengið neitt sérstaklega vel. Sá galli var á skaplyndi Arnórs að hann þoldi ekki að tapa. Eitt sinn gerðum við jafntefli við eitthvað lið og eftir leikinn þurfti tíu manns til að bera brostna handboltahetjuna hágrátandi inn í búningsklefa. Því mætti líkja við þegar Kjartan tapaði fyrir Ólafi konungi Tryggvasyni í sundi.
Í dag spilar Arnór þessi hjá KA og er á leiðinni til Magdeborgar til að spila í meistaradeildinni. Utinam að hann sé ekki sama íþróttamennið í dag og þá. Þegar ég segi íþróttamenni meina ég tapsárt fífl, eins og Kjartan Ólafsson var. Og Akkiles, ef út í það er farið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *