Purgatoria

Stundum verður lífið svo undarlegt. Nú er svo komið fyrir mér að ég veit ekki einu sinni sjálfur hvernig mér líður eða ætti að líða.
Margt var sagt í gær sem var löngu orðið tímabært að segja og margt gerðist sem löngu var orðið tímabært að gerðist. Gærkvöldið var, fyrir mér, eins og hálfgert uppgjör. Nú er því lokið og ég veit ekki lengur hvað það er sem ég er að gera eða ætti að vera að gera; hvernig mér líður eða hvað ég get sagt.
Ef gærkvöldið var eins og uppgjör er dagurinn í dag sannkallaður hreinsunareldur. Guð má vita hvenær ég slepp úr honum. Kannski á morgun, kannski aldrei. Það er eitthvað sem varðar engan annan en sjálfan mig.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *