Orð hafa afleiðingar

Mér finnst að fólk eigi ekki að rasa um ráð fram á netinu, haldandi fram að hitt eða þetta sé rétt án nokkurs rökstuðnings. Oft er betra að setjast niður, móta hugsanirnar í setningar með röklegu orsakarsamhengi og skrifa af ró; miklu fremur en að kasta fram fúkyrðum og ragnandi með djöfulgangi, án þess að heil brú sé í því sem þú segir.

Beinist þetta ekki að neinum sérstökum. Mér finnst ég bara farinn að verða æ meira var við að fólk geri þetta.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *