Reykingar

Fólk vill endanlega láta banna reykingar á kaffi- og veitingahúsum. Mér finnst það ekki koma neinum við, hvort reykingar séu leyfðar eða ekki, öðrum en þeim sem á viðkomandi kaffi- og/eða veitingahús. Sá sem á húsið eða leigir það ætti að fá að ráða því hvort reykingar séu þar leyfðar eður ei.

Enda hefur fólk nú þegar um mörg kaffihús að velja, þar sem reykingar hafa verið bannaðar. Ekki vilja reykingamenn þröngva sínum skoðunum upp á fólk sem sækir slíka staði, og er það nokkuð ljóst að reykingamenn koma þar sjaldan eða aldrei.

Annars hef ég aldrei skilið hvers vegna fólk getur ekki lifað í sátt og samlyndi og hreinlega skipt þessum stöðum í reyk- og reyklaus pláss. Geta ekki allir verið sáttir þannig? Og ef ekki, hví þá ekki?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *