Monthly Archives: maí 2004

Purgatoria 0

Stundum verður lífið svo undarlegt. Nú er svo komið fyrir mér að ég veit ekki einu sinni sjálfur hvernig mér líður eða ætti að líða. Margt var sagt í gær sem var löngu orðið tímabært að segja og margt gerðist sem löngu var orðið tímabært að gerðist. Gærkvöldið var, fyrir mér, eins og hálfgert uppgjör. […]

Útskrift (ekki mín) 0

Vil ég óska öllum MR-ingum sem útskrifast í dag til hamingju með ústkriftina. Þekki ég þá marga, en fæstir lesa þessa síðu. Þó tel ég það ekki tilgangslaust að óska þeim til hamingju, þó fæstir muni lesa þetta. Ef maður óskar einhverjum til hamingju, eingöngu til að sá sem óskað er til hamingju viti að […]

108576315030718986 0

Mér finnst alveg þrælmerkilegt að til séu hagsmunasamtök bandarískra barnaperra, sem krefjast viðurkenningar á þeim rökum að hver megi hafa sína skoðun. Ætli barnaperrar muni einhvern tíma hljóta uppreisn æru (úff, hræðileg tilhugsun!)? Gleymið annars því sem ég skrifaði í gær. Ég ber við stundarbrjálæði.

Bækur 0

Þegar ég mætti í skólann beið mín eintak af Ást á grimmum vetri frá honum Sigtryggi. Ég er ekki frá því að mér þyki meira í hana spunnið núna en þegar ég las hana síðast fyrir rúmi ári. Hver veit nema sama verði uppi á teningnum hjá Steinunni Sigurðardóttur, sem Kistudómur dagsins er tileinkaður. Það […]

108568712758195580 0

Tók einn nettan Halldórsson áðan. Hann var þó betri, sá sem ég tók í fyrradag.

Smásagnakeppni 0

Minni á smásagnakeppnina. Vinsamlegast látið mig vita með tölvupósti, þið sem viljið taka þátt.

Tilvitnun dagsins 0

Böbba: „Það er eins og blindur maður hafi slegið þetta.“ Oddur: „Já, eða heyrnarlaus!“

108560341685268349 0

Mér hefur tekist það sama og Bibba. Ég brann án þess að sólar nyti við.

108559309456970420 0

Kominn úr vinnunni. Hafði Tóti orð á því að ég væri hvítari en allt sem hvítt er. Það er ekki rétt. Ég á nokkur handklæði sem eru hvítari en ég.

Smásagnakeppni og annað smálegt 0

Fínn vinnudagur. Ekki að ég búist við að þið hafið nokkurn áhuga á því. Hvað sem því líður þarf ég að létta aðeins af mér. Ég þoli ekki diskóbrandara. Í öllum myndum sem eiga að gerast á áttunda áratuginum, er alltaf sami ömurlegi brandarinn, þegar ein persónan segir eitthvað á þá leiðina, að diskóið sé […]