108663813257337239

Mér leiðist að tilkynna lesendum mínum það, þ.e.a.s. nema lesendum mínum sé alveg sama (hvert tilvik leiðir af sér að mér er sama), að ég er þurrausinn. Kaput. Hér er ekkert að fá lengur. Lof mér að forklára ykkur um meiningu þess ég rita:

Svo ég geti skrifað um eitthvað, þarf þetta „eitthvað“ að hafa gerst, veri það í huga mér eða raunveruleikanum. Vandamálið felst í því að huginn er háður raunveruleikanum, þ.e. hugsanir mínar eru byggðar á upplifunum mínum og hamlast af þeim.
Svo ég megi uppdikta einhverjar skemmtilegar sögur til að fyrtelja firum, þarf eitthvað að hafa gerst, en téð „eitthvað“ birtist í formi (raunar engu formi) kveikju. Í stuttu máli sagt: Eitthvað kemur fyrir mig eða einhvern sem ég þekki, ég fæ hugmynd sem grundvallast á þeirri upplifun og að lokum hef ég efnivið til að moða úr.

Þeir sem skilja hvað ég er að fara með þessu mega halda áfram að lesa. Hinir geta farið og rúnkað sér yfir dvergaklámi (ath. geta farið, ekki eiga að fara).

Ekkert hefur gerst undanfarið, alltént ekkert sem ég kæri mig um að diskútéra hér. Í raun hefur ýmislegt gerst, sumt gott en flest slæmt. Það slæma er, eðli sínu samkvæmt, allt mér að kenna. Mér finnst ég hafa tjáð nógu andskoti mikið af slæmum tilfinningum hérna undanfarið. Nú er mál að linni – í alvöru talað!

Finni ég ekkert gott að skrifa um, skrifa ég ekkert. Skap mitt mun ákvarða bloggtíðni. Ég vil samt taka það fram að ég er ekki dapur, sár, reiður eða neitt þvíumlíkt út í neinn. Ég er bara hlutlaus, í fyrsta skipti á allri minni ævi, og það er svo skrýtin tilfinning fyrir mig að ég get ekki komið henni í orð.

UPPFÆRT

Ósvinnur maður
vakir um allar nætur
og hyggur að hvívetna.
Þá er móður
er að morgni kemur.
Allt er víl sem var.