Þannig er því nú farið

Vatt sér upp að mér fífl nokkrt ok spurði mig ósnoturra spurninga. Brást ég við reiðan ok hjó til hans. Vék sér frá fíflið ok lagði til mín spjóti. Nam það við hilt ok hratt ek þeirri árás. Sveiflaði ek mér gjörvumannliga í hring ok lagði hjör mínum að hálsi fífls. Fór höfuð af við bol. Svívirti ek hræ hans að því loknu ok festi taug millum fótar þess ok reiðskjóta míns. Reið ek til Þingvalla og gjalt mannbætr fyrir fíflið. Voru þær með lægsta móti, enda var öllum sama um örlög fíflsins, og hefi ek kallask Arngrímr fíflsbani síðan.

Ok ekki er það nú verra að ek var að koma af þeim himneska Quiznos, hvar langloku ek snæddi, ok gersemin hún Silja vínkona hefir aptr hafið rithönd sína á loft.

Tvennt af þessu er satt, en eitt er lygi.

Dagur mogginn

Ágætis vinnudagur í dag þrátt fyrir eigin seinkomu. Keypti ég kaffi af vinnufélaga mínum og verður dreypt á því komandi daga. Var hackysack spilað grimmt og var það ánægjulegt mjög. Er þetta áreiðanlega leiðinleg færsla þrátt fyrir gleðilegt innihald.

Netmogginn
Hendrixgítar til sölu á uppboði. Því miður var ljósmyndarinn annað hvort fullur eða verra því gítarinn sést ekki.
„Stone Roses“ besta plata allra tíma. Er fólk enn að velja bestu plötur allra tíma?! Fær fólk aldrei leið á þessu?
Birgir Örn Steinarsson ræðir um The Cure. Kannski málið að skella sér?
Hnífanudd í Taivan. Jukk!
Tónlistarsmekkur Tarantinos er ekki frétt!!!
HAHAHAHAHA!!! Já, ég veit ég er vondur.
Útvarpsstöðin FM 957 fagnar 15 ára afmæli sínu meðan við, eðlilega fólkið, fellum tár.

Ég ætti samt kannski að reyna að finna upp á einhverju sjálfur í stað þess að blogga um moggann.