108906139016719492

Í dag sem svo oft áður, áttum við kommabloggarinn leið um miðbæinn. Rákumst við á danapar, hvort af sínu kyni, sem vatt sér upp að okkur með fyrirspurn – á dönsku! Sá ég mér vitaskuld leik á færi, að skerpa dönskuna, en kvenkyns helmingur danaparsins ákvað, óforspurð, að hyggilegra væri að tala ensku. Og það áður en mér tókst að stama svo miklu sem einu dönsku atkvæði upp úr mér. Lauk okkar tjáskiptum á þann veg að ég vísaði þeim til vegar á tungu engla, saxa og jóta – þegar ég vildi öllu fremur sleppa hinum fyrstu tveim úr pakkanum. Jeg er ikke særlig glad med de resultater, men jeg håber jeg kan få en bedre chance for at communicere på den danske måde.

Eitt sem mér fannst athugavert við EM var að oft var minnst á Akkilesarhæl hinna og þessa þjóða hvað fótbolta snertir, nema grikkja, en þaðan mun hugtakið upphaflega komið. Ef lýsendur ætla að vera sniðugir, væri þá ekki nærtækara að heimfæra svona hugtök upp á rétt lið? Annars finnst mér alveg magnað hvað portúgalarnir virkuðu hermafródískari en sjálfir grikkirnir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *