108966685979925111

Bibbi, vinur minn, hefur ekki mikið álit á alþingi eða mönnum þess og talar því gjarnan um að alþingismenn éti skít, og geri lítið annað. Vinnufélagi minn skildi þetta sem svo, að þetta væri sérsmíðuð myndlíking hjá Bibba, sem nota mætti um alla mögulega hluti, þegar sannleikurinn er sá að þetta eru skilyrt sannindi (a.m.k. í huga Bibba), sem eingöngu á við um alþingismenn. Þess vegna, svo ég komi að kjarna málsins, hefur mér alltaf þótt það fyndið þegar Bibbi talar illa um einhvern og vinnufélaginn segir: „Já, étur hann/þeir ekki bara skít?“ eins og um myndlíkingu sé að ræða.

Svo er alltaf klassískt þegar vinnufélaginn hreytir því framan í mig hversu ömurleg myndlíking þetta sé hjá Bibba. Það finnst mér fyndið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *