Enn einu sinni hafa hjaðningaél Heimdellinga ratað inn á síður Morgunblaðsins, þrátt fyrir að öllum sé raunverulega sama um þeirra innan„flokks“mál, nema frá séu dregnir Heimdellingarnir sjálfir. Ekki fæ ég séð að það varði hinn almenna lesanda Moggans neinu hvað gjörst hefur á síðasta stjórnarfundi Heimdallar, eða að hinn almenni lesandi bíði með öndina í hálsinum eftir nýjustu fregnum af blaktandi gunnfána Bolla Thoroddsen gegn félögum sínum, og orðaskaki því, sem þeirra fer í millum.
Month: ágúst 2004
109361927463364401
Ég varð fyrir vonbrigðum með latínuna. Það er ekki útlit fyrir að þetta verði neitt sérlega krefjandi vetur.
109355486752211846
109353419102418966
Nú, sögukennarinn stoppaði mig eftir tíma til að halda áfram spjalli voru um þjóðtungu Býzansríkisins og sjálfsagt hef ég fengið prik í íslensku fyrir spjátrungslegar athugasemdir mínar um Gísla sögu, fyrsta málfræðinginn, kýrillíska stafrófið (rúnaletrið frekar!) og Hrein Benediktsson.
Njála lofar góðu. Ekki jafn lengi að byrja og svo margir hafa haldið fram við mig. Í raun og veru byrjar hún strax í upphafi (ég bara varð að segja þetta).
109346563382579866
Ekkert merkilegt gerðist í skólanum, ekkert merkilegt gerðist í vinnunni, símanum mínum hefur verið lokað og ég nenni ekki að borga reikninginn. Ef ég get fengið það af mér mun ég kannski borga hann en biðja um að síminn verði eftir sem áður lokaður. Ef ég get fengið það af mér …
Ekki veit ég hvað málið er með Moggann í dag; hann hefði allt eins getað verið mánaðarrit íslenska Clintonvinafélagsins (nei, það er ekki til). Fokk! Ég ætti kannski að reyna að skrifa eitthvað af viti. Þetta diss á Moggann er komið úr öllu góðu hófi fram.
109337092378657902

Annasamur dagur í dag. Skólinn var settur með pompi og prakt á slaginu níu í morgun. Ekki nenni ég að fara ofan í saumana á því máli, en ég er alltént ánægður með að vera kominn aftur í skólann.
Keypti Frank’s Wild Years með Tom Waits í Hagkaupum á kr. 990 íslenskar. Það kalla ég kjarakaup!
Keypti mér töff hatt í Hattabúð Reykjavíkur og fór svo í Blóðbankann, hvar ég lét tappa af mér.
Það sem eftir er af degi mun ég taka því rólega og lesa Njálu. Hið fyrra mun fyrirskipað af starfsfólki Blóðbankans, en hið seinna mun fyrirskipað af kennara mínum. Ekki að það þurfi mikið að þvinga mig til lestursins, onei.
109326981593404088
109326944854192938
Í gær fór ég ásamt Einari á Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð í Borgarleikhúsinu. Sýningin fór fram úr mínum björtustu vonum, enda svo sem ekki von á öðru en góðri sýningu ef miðað er við hverjir stóðu að henni.
Áðan skrapp ég á Hamborgarabúlluna með föður mínum og seinna í dag hittist leshópurinn og geipar af andakt um andans málefni.
Netmogginn telur það fréttnæmt að þúsundir barna hefji skólagöngu í dag. Það finnst mér aftur á móti ekki.
Að lokum verð ég að viðurkenna að þetta finnst mér fyndið. Þegar málum er svo farið að fólk gerir grín að andláti þínu í síauknum mæli, hlýtur þér að fara að finnast hringurinn þrengjast um þig. Ég yrði ekki hissa þótt svíakonungur væri orðinn paranoid.
109319725187083126
Ensk mannanöfn sem þýða „jól“ á ýmsum tungumálum: Noel, Jules, Natalie og Christmas. Ef einhver veit um fleiri er um að gera að láta mig vita.
109319392359078355
Fimm hlutir sem ég ætla að gera fyrir þriðjudaginn
1. Halla undir flatt
2. Dæsa af andakt
3. Drepa tittlinga
4. Galvanísera bárujárn mitt
5. Yrkja af andans elju