Monthly Archives: ágúst 2004

109318196993381764 0

Merkilegt þykir mér hvað menn taka sér fyrir hendur á menningarnótt. Morgunblaðsmönnum finnst einnig fréttnæmt að mikill mannfjöldi hafi verið í miðbænum og að mikið hafi verið um ölvun.

109301306278763497 0

Ég fór út í bakarí áðan og rak þar augun í skemmtilega vörumerkingu. Þar var kaka, ekki ósvipuð sveskjuköku, merkt sem „hjónabandsæla“. Kærði ég mig kollóttan um slíka köku og fékk mér vínarbrauð. Mig langaði til að benda afgreiðslustúlkunni á hversu kræsilegri kakan yrði ef öðru s-i yrði bætt inn á merkimiðann en afréð að […]

109293380293416311 0

Ég þoli ekki sumartímann. Hvert vor fyllist ég væntingum til sumarsins – haldandi að ég muni geta gert margt sem ég ekki gat sökum skólans – fullur tilhlökkunar til allra partýanna, ferðalaganna og kaffihúsaferðanna í góða veðrinu. Allt er þetta kjaftæði og yfirleitt gengur ekkert af þessu eftir. Mér til mikillar gleði, lauk sumrinu í […]

109287390177923029 0

Lesendur hafa augljóslega ekki hætt lífi og limum til að gera athugasemdir í dag, enda þótt síðasta færsla væri meira upp á grínið en hitt, og enda þótt flestu gríni fylgi nokkur alvara. Sigur íslendinga á ítölum er vissulega afrek sem á engan sinn líka í íslenskri fótboltasögu (komi það í ljós að álíka merkilegt […]

109284788077407485 0

Stundum verð ég svo fjúríus að mig langar að rífa vissa aðila á hol, tæta upp úr þeim innyflin, gúffa þeim í mig og öskra illyrmislega yfir skrokkum þeirra með hálftuggið hold millum tannanna. Þannig leið mér einmitt fyrir skömmu. Ég vona viðkomandi vegna að enginn reyni að messa við mig í dag, ella á […]

109267053581253347 0

Ég er kominn með þvílíkan vinnuleiða, en skólinn hefst eftir átta daga og þá get ég tekið gleði mína að nýju. Eftir umfangsmikla leit heima við, að hinni helgu bók Kristins Ármannssonar, neyddist ég til að kaupa mér nýtt eintak. Sem er synd, því aldrei er gott að eiga tvö eintök af sömu bókinni, en […]

109266681086865752 0

Alltaf þegar ég sé skota fyllist ég löngun til að tala við þá á þessum nótum: Ég: „Who are ye, wee man?“ Skoti: „Angus McHaggis of the McLauchlan clan, ye puny nancyboy!“ Ég: „McHaggis, eh? I knew your father, Robert ‘Mutton’ McHaggis, and a right bastard ‘e was.“ Skoti: „Aye.“ Ég myndi sóma mér ágætlega […]

109250446301277613 0

Að sjálfsögðu þurfti KB banki að birta auglýsingu mér til rökstuðnings: „Þegar landsliðið keppir, þá keppir öll þjóðin.“ Aldrei hef ég keppt í fótbolta og ekki ætla ég að byrja á því þó KB banki segi það.

109249793422876115 0

Alveg er ég gapandi bit yfir fjölda réttra svara við getrauninni – þau eru engin. Og mér sem fannst þetta í auðveldari kantinum. Þeir sem gerðu tilraun til svara flöskuðu á því að ég spurði aldrei um fótboltalið eða landslið eða neitt í líkingunni. Ég spurði hvaða þjóð er best í fótbolta og eina rétta […]

109245826906910977 0

Ég er hundfúll. Ekki út í neinn sérstakan þó. Ég hef verið í vondu skapi síðan ég kom heim úr för minni til Rómaveldis ins forna, enda ekkert við að vera hérna heima. Hver dagur er öðrum verri – kannski vegna þess að þeir eru allir eins – og án tilbreytingar er lífið leiðinlegt. Mikið […]