Monthly Archives: ágúst 2004

109199180924032196 0

Fátt þykir mér skemmtilegra en alþýðuskýringar. Alþýðuskýringar eru, þegar menn vantar svör, hafa engin og búa þau til. Sem dæmi má nefna iðnaðarmennina í Grafarholtinu, sem furðuðu sig á hve seint verk þeirra gekk. Að lokum urðu menn sáttir á að þar væri álfabyggð (!) og að téðir álfar væru ekki par ánægðir með stóriðjuna. […]

0

Dropinn holar steininn þykir mér ágætt máltæki, ekki bara vegna þess að ég vinn í Ikea, þar sem mannsandinn bugast smám saman af allri þeirri geðillsku sem fellur á starfsmenn eins og beljandi stórfljót. Það er aðeins fagurfræðilegt mat mitt á þeim ágæta vinnustað en, hvað máltækið varðar, á það við um fleiri hluti en […]

109192038713583174 0

Mér finnst þessi frétt fyndin, sérstaklega í ljósi þess að blaðamaðurinn sem hana skrifar gerir augljóslega upp á milli frambjóðenda. Þessi frétt er líka fyndin. Mér virðast menn komnir með buxurnar niður á hæla þegar þeir telja mönnum það til miska að andmæla stríði. Vissulega liggja fleiri ástæður þarna á bakvið, en þessi sneið vakti […]

109191926779944045 0

Hjálpi mér! Nú verða systrungar hinir ódælustu.

109191907786273532 0

Ég hef ákveðið að svara Silju með mínum eigin lista yfir 13 hluti sem ég ætla að hafa lokið af áður en ég verð 25 ára, ekki að mér liggi neitt á, eða að ég skilji hvers vegna þeir þurfa að vera 13 – hlutirnir, það er. Er þetta ekki birt í neinni sérstakri röð: […]

Café grappa 0

Á Ítalíu er mjög gott kaffi. Svo gott að kaffið á Íslandi má viðbjóður heita í samanburði. Uppáhaldið mitt úti var svonefnt café grappa, eða espressó í jöfnum hlutföllum við hinn bitra grappasnafs, flösku af hverju ég hafði með mér þaðan. Nú, ég gerði mér lítið fyrir áðan og keypti mér espressokönnu og Lavazza. Eftir […]

109182681739814071 0

Það var ekki fyrir mörgum vikum að ég sá ævisögu Margaret Thatcher, ævistarf Ronald Reagan, Afmælisrit Davíðs Oddssonar og stjórnmálasögu Hitlers, hlið við hlið í bókaskáp. Þótti mér það afar fyndið. Þið skulið þó ekki halda að ég líki þeim hér saman á nokkurn hátt. Fullyrði þó ekkert um meiningar eigandans.

109182274245761244 0

Einn vinnufélaga minna, hvern ég nafngreini ekki, kom mér á óvart í byrjun sumars. Samræður okkar hófust svo, sem fyrir neðan er ritað: Kauði: „Veistu hvern ég þoli ekki?“ Ég: „Nei, hvers vegna ætti ég að vita það?“ Kauði: „Ég veit það ekki, en veistu hvern ég þoli EKKI?“ Ég: „Nei.“ Kauði: „Atla Frey Steinþórsson.“ […]

109181282886379993 0

Í gær sá ég mjög fyndna ruslatunnu. Á henni stóð: Eingöngu fyrir atvinnusorp. Þessi tunna er fyrir Völu Matt, hugsaði ég. En að öllu gamni slepptu er ég hálf móðgaður yfir þessu öllu saman, þessari mismunun á sorpi, á ég við. Að aðeins menntuðu sorpi sé veittur aðgangur að tunnu þessari er náttúrlega fyrir neðan […]

109174741957287287 0

Einhverra hluta vegna hef ég aldrei viljað vera sá sem þrýstir á hnappinn í strætó. Aðallega kannski vegna þess að ég vil ekki vekja athygli á sjálfum mér (hvers vegna blogga ég þá? Góð spurning!), en yfirleitt hlýtur hnappsáþrýstandi óskerta athygli samferðamanna sinna nær samstundis og á hnappinn er þrýst. Jæja, nóg um það. Keypti […]