Skyldar alþýðuskýringum eru barnaskýringar. Dæmi um barnaskýringar er þegar nokkur börn voru spurð hvaðan vindurinn kæmi. Eitt barnið hugsaði sig aðeins um og sagði svo: „Frá trjánum“ Þegar það var svo spurt hvers vegna það héldi það, sagði barnið spekingslega: „Því þegar þau hreyfa sig, þá er vindur.“ Hér er komið röklegt samhengi og þó ekki sé þetta beinlínis rétt, er svarið ekki langt undan.
Munurinn á barnaskýringum og alþýðuskýringum felst einkum í tvennu: Alþýðuskýringar eru aðeins á vegum fullorðinna og yfirleitt er líka minna vit í þeim.