109846213676261605

Minningarbrot IV:

Ég man að eitt sinn sótti mamma mig og Sævar, bekkjarbróður minn, í skólann þegar ég var sex ára haustið 1990. Við keyrðum framhjá Þórsbakaríi (nú Kornið). Á hlið hússins var (og er) lóðrétt skilti sem á stóð Bakarí. Þá las Sævar á skiltð og sagði: „Írakab? Er það ekki eitthvað sem er alltaf í fréttunum?“

Skömmu síðar hófst Persaflóastríðið.