109881266603637993

Ah, nú sit ég heima og drekk dýrindis Bókhlöðukaffi (hugsið ykkur tæknina nútildags, þegar ég get drukkið Bókhlöðukaffi heima hjá mér!). Þar fann ég bækurnar þrjár sem mig vantaði. Aðeins eina þeirra fékk ég að hafa með mér heim, þ.e. Germanic Texts and Latin Models: Medieval Reconstructions; hinar voru víst svo gamlar. Þetta er gott greinasafn og fellur ágætlega að ritgerðarefninu mínu. Flottustu greinarar eru án efa On the Impossibility of Interpreting Hrafnkels Saga eftir Lars van Wezel og Sibylla borealis: Notes on the Structure of Völuspá(*) eftir Kees Samplonius.

Bjössi hefði kannski áhuga á að skoða The Administration of Law in Anglo-Saxon England: Ideals Formulated by the Bible, Einhard and Hincmar of Rheims – but no Formal Mirror of Princes eftir Eric Gerald Stanley. Hann má það ef hann sækist eftir.

Ég hef haft ímugust á gömlum rónalegum körlum eftir að mig dreymdi að einn slíkur reyndi að nauðga mér í Hagkaupum. Mér varð ekki um sel þegar ég sat í strætó áðan og uppgötvaði að einn slíkur sat mér nærri. Ég var þó öllu varari um mig á Ara, þar sem tveir eldri barnaníðingslegir karlar ræddu um kynferðislega misnotkun, er ég snæddi þar miðdegisverð í gær. Því verður næsta gamla karli sem messar við mig engin grið gefin. Þeir skulu heldur forðast mig eða glata höfðinu ella.

——————————————————————–

(*): Ég leitaði lengi upplýsinga um hvernig hægt væri að kalla fram hljóðfræðitáknið fyrir gamla ö-ið og uppgötvaði að það er ekki hægt! Það gerði ég vegna þess að í greinartitlinum er Völuspá skrifað með því tákni og vitanlega vildi ég halda ég mig við það.

109877817293475792

Ég svaf frá klukkan hálfsjö í gær til klukkan hálfátta í morgun. Það var gott. Þetta er ekki eins gott, þ.e. að samkynhneigðir þurfi að nýta sér erlenda þjónustu til að geta eignast börn. Hvenær ætla ráðamenn að vaxa upp úr þessum fordómum sínum? Mér finnst þetta hálf barnalegt allt saman.

Og er þetta frétt? Ég veit ekki með annað fólk, en mér hefur verið það algjörlega ljóst að þetta myndi gerast frá því verkfallið hófst. Fyrst „unglingafulltrúar“ komust fyrst að þessu núna eru þeir augljóslega ekki að vinna vinnuna sína. Eða hitt að þeir vita ekkert um unglinga. Sem er alveg jafn líklegt.