109969278718537884

Það er ótrúlega svekkjandi að uppgötva að áhyggjur af ýmsum málum hafi verið til einskis, jafnvel þó maður sé frelsinu feginn, þ.e. að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því lengur.

Ég fékk símhringingu frá skipulagsmanni Gettu betur og var ég boðaður í viðtal og prófun á kunnáttu, eftir að hafa þreytt forpróf í dag. Raunar efast ég um að ég komist nokkuð lengra en ég er þegar kominn, en það er aldrei að vita. Mér finnst alveg eins líklegt að ég komist inn og við sigrum keppnina eins og að ég komist ekkert lengra. Það kemur þó í ljós á sunnudagskvöldið.

Kvöldið mitt endaði á veitingastaðnum Rossopomodoro. Hallast ég að því að „pomo“ standi fyrir póstmódernisma, enda staðurinn eftir því. Maturinn var góður en vínið var hálflélegt. Ágætisdagur, en í fyrramálið hefst vinna fyrir brauði næsta mánaðar; mánaðar hinna mestu útgjalda.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *