110018036388615001

Mér hefur alltaf þótt asnalegt þegar talað er um unglinga sem x-kynslóðina. Það er nóg að vera unglingur til að teljast til x-kynslóðarinnar og var ég sjálfur eitt sinn í þeirra hópi. En þessi „kynslóð“ á ekki rétt á sér – ekki verandi nein tiltekin kynslóð.

Og hvað er eiginlega málið með þessa skilyrðislausu dýrkun á bókstafnum x? Ég er orðinn svo þreyttur á hvað heimurinn er orðinn x-treme að nú legg ég til að x verði fellt úr íslensku og tekinn verði upp linmæltur ks-framburður í staðinn; buxur verði bugsur og kex verði kegs.

Og ef þið finnið ykkur knúin til að tala um unglinga sem einhverja spes kynslóð, talið þá um hana sem egs-kynslóðina.

Jafnvel mætti athuga að taka aftur upp zetuna góðu. Hún er a.m.k. fallegri en þetta x!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *