Manngæska

Andri bróðir er hjartahlý manneskja sem ber alla kosti hátt yfir Björn Bjarna. Rétt í þessu kom greyið inn með himinháan pappírsjólasvein sem hann hafði þrælast við að búa til svo vikum skipti og bað mig um að pakka honum inn fyrir sig svo hann gæti gefið mömmu hann í jólagjöf. Það gekk ekki vel að pakka ferlíkinu inn, en það hafðist að lokum. Þegar hann hafði svo lokið við að skrifa á kortið færðist lymskulegt glott yfir andlitið á honum. Svo földum við hann uppi í skáp. Þetta á auðvitað að koma á óvart.

Þarna er strákur sem finnst gaman að gefa af og með sér. Ólíkt Birni Bjarna sem getur ekki einu sinni deilt landinu með öðrum, sérstaklega ekki yfir jólin. Hvernig væri að íslendingar losuðu sig frekar við hann, í eitt skipti fyrir öll?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *