2004

Mér finnst eiginlega flottara að tala um árið tuttuguhundruðogfjögur en tvöþúsundogfjögur. Þeim sem eru ósammála er bent á að þeir vilja ekki deila við mann sem skoraði níu á íslenskuprófi nærri ólesinn.

Þó læðist sá grunur að mér að í fyrsta lagi sé enginn sammála mér og að í öðru lagi verði ég ásakaður um snobb eða tilgerð. Annars skil ég ekki hvað ætti að vera svo tilgerðarlegt við að kjósa sér annað nafn á hlutina. Var það tilgerðarlegt á sínum tíma að tala um bíla meðan allir keyrðu sjálfrennireiðar eða sambærileg ökutæki? Var það jafnvel kansellísnobb? Það finnst mér ekki.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *