Ferðalög

Á teikniborðinu fyrir þetta ár: Tékkland (hæpið þó), Spánn og Marokkó. Fyrir næsta ár: Rússland, með viðkomu í Svíþjóð og Finnlandi. Mér sem finnst ég aldrei ferðast neitt. Mér varð nefnilega ljóst í dag að rússneskunemendur næsta vetrar fá að sækja landið heim. Gangi allt eftir mun Evrópukortið mitt líta svona út. Sem stendur lítur það svona út. Og já, ég veit það er hneykslanlegt að ég hafi aldrei komið til Danmerkur. Nokkuð sem stendur til að bæta úr.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *