Monthly Archives: janúar 2005

Ferðalög 0

Á teikniborðinu fyrir þetta ár: Tékkland (hæpið þó), Spánn og Marokkó. Fyrir næsta ár: Rússland, með viðkomu í Svíþjóð og Finnlandi. Mér sem finnst ég aldrei ferðast neitt. Mér varð nefnilega ljóst í dag að rússneskunemendur næsta vetrar fá að sækja landið heim. Gangi allt eftir mun Evrópukortið mitt líta svona út. Sem stendur lítur […]

Formannsslagur 0

Ekkifrétt núsins, vissulega, en eitt nóteraði ég þó hjá mér við lestur á stefnumismun Össurar og Ingibjargar: Ingibjörg sér nefnilega ekkert því til fyrirstöðu að grunnskólakerfið verði einkavætt. Um leið og grunnskólakerfið er einkavætt og rukkað verður um skólagjöld erum við að viðurkenna að grunnnám sé ekki á færi allra, því ekki munu allir koma […]

110677034478034474 0

Aldrei þessu vant er ég ánægður með litlu djöflana.

Algjört afnám eða apartheid? 0

Ég er þannig gerður að ég vil ekki troða mínu upp á aðra, en ég vil heldur ekki láta aðra troða sínu upp á mig. Þess vegna er ég ekki hlynntur reykingabanni á kaffihúsum eða veitingastöðum. Mér finnst ekkert sérstaklega mikið mál að útbúa reykherbergi ellegar skipta staðnum í tvær misstórar einingar (minni fyrir reykingamenn) […]

Hitler og Movable Type 0

Ef einhver var að velta því fyrir sér þá tengist síðasta færsla eldri færslu þar sem ég fann þjóðverjum til ámælis að afsaka aðgerðir Hitlers og skósveina hans. Þýskaland kom sumsé ekki inn í færsluna eins og skrattinn úr sauðaleggnum, eins og sumir félagar mínir þóttust halda fyrr í dag. Hvað varðar athugasemdirnar þá langar […]

Vörn fyrir „vælið“ í mér 0

Það er oft eins og fólk geri sér ekki grein fyrir því að sjaldan birtist færsla á þessari bloggsíðu nema hugsun liggi þar að baki. Þegar fólk treður upp á mig háðsglósum, úthrópandi skrif mín sem fáránlegt og tilhæfulaust röfl hlýt ég að taka það nærri mér. Andskotinn að það skipti máli. Andskotinn já, það […]

Nafnleysingi 0

Hann er mjög skemmtilegur þessi maður sem telur sig knúinn til að gera athugasemdir um hvað birtist hér á þessu bloggi, en þorir samt ómögulega að skrifa undir nafni. Oftast kemst hann svo að orði að ég eigi að „hætta þessu væli“. Eins og það sé mjög mikilvægt það sem hér birtist og eins og […]

Undarlegur dagur 0

Í dag hafa mér borist spurnir af mörgum atvikum sem öll munu draga þónokkurn dilk á eftir sér. Í lok skóladagsins veit ég ekki hvernig mér á með réttu að líða, svo ég er nokkuð jafn, en það eftir dag mikilla skapsveiflna. Mér hefur alla jafna verið afar þungt í skapi í dag en aukinheldur […]

Fyrirgefning fyrir gjörðir annarra 0

Hvers vegna í ósköpunum þurfa þýskir embættismenn sífellt að standa í að afsaka aðgerðir nasista? Er þetta ekki komið gott? Hlutirnir verða aðeins afsakaðir einu sinni. Allt meira en það er diplómatísk slettirekustefna.

Af ýmsu og margvíslegu 0

Ég vona að slabbinu og klakanum verði tortímt í miklu monsúni næstu vikurnar. Jafnvel þótt Reykjavík liti út eins og Amsterdam eftir á. Allir góðir menn gleðjast við þau tíðindi að kanaagentinn og Dóms- og kirkjumálaráðuneytiserfinginn, Stefán Einar, hefur drepið lýðvefssíðu sína úr dróma síns langa dvala. Vöntun var á þrugli svo heimurinn gengi upp. […]