Monthly Archives: mars 2005

Sun Tzu 0

Þar til fyrr í kvöld (gærkvöldi, fyrir púristana) hélt ég að allir hefðu heyrt um Sun Tzu, en nafn hans rann úr munni mér í samræðum um herkænsku. Svei mér þá að fólk skuli ekki hafa heyrt um manninn sem skrifaði bókina!

Það sézt til sunnu, en skýjadulan stendur þó enn 0

Rannsókninni lýkur á morgun. Það er mikill léttir. Í kjölfarið fylgir gagnaúrvinnsla og skýrslugerð, því fer nú verr og miður, en áætlað er að klára það á þriðjudegi eða miðvikudegi. Þá má meinfýsni úrtölukvendiskennari minn hakka það gjörsamlega í spað mín vegna. Ljóð dagsins er Varaáætlun, eftir Andra Snæ Magnason: Ef heimurinn hryndi af einhverjum […]

Málsvörn fyrir síðustu færslu 0

Síðustu færslu átti ekki að skilja á þann veg að ég væri á nokkurn hátt að gera lítið úr þjáningum gyðinga. Vissulega er það rétt hjá Skúla, að maður fær ekki leið á mannlegum þjáningum eins og dægurlagi, en maður getur hins vegar fengið sig fullsaddan á dægurefni tengdum mannlegum þjáningum, svo sem kvikmyndum og […]

Þankagangar á Páskadegi 0

Í gær mætti ég Herði Torfa, hver virtist eigi sérlega ánægður að sjá mig, og uppskar ég illt augnaráð fyrir vikið. Það var nánast eins og hann vissi hve duglegur ég hef verið að auglýsa hversu mjög ég þoli ekki tónlist hans. Í „fríinu“ hef ég horft meira á sjónvarp en eðlilegt getur talist á […]

Tilvitnun dagsins 0

„I like bars. There’s some good bars in Philadelphia, some great bars in New York city. There’s a great bar in Denver, Colorado called The Sportsman; it’s an after hours joint. It doesn’t open until 4 in the morning and it’s open till about dawn. That swings.“ – Tom Waits.

Meira um tóbak og hálfflöggun 0

Það er kannski rétt að taka fram að ég hef ekkert á móti því að fólk flaggi í hálfa stöng þegar því sýnist. Þess vegna mætti gera það á hverjum degi. Hins vegar get ég ekki annað en móðgast þegar fánatrúðurinn í blokkinni flaggar fyrir dauða frelsarans en sleppir að flagga á þjóðhátíðardeginum. Það er […]

Helvítis páskar! 0

Í gærkvöldi sá ég mann opna bjórflösku með klaufhamri. Í gærkvöldi sá ég líka skrípaleikinn þegar Fischer lenti. Það má bersýnilega ekki hjálpa fólki gratis. Fyrst þarf að semja um einkarétt á sjónvarpsviðtali og heimildamynd. Ingólfur Bjarni Sigfússon var annars eftirminnilega fíflalegur. Raunar ekkert nýtt á ferðinni þar. Í dag er föstudagurinn langi og einhver […]

Að erfiðum degi loknum 0

Að erfiðum degi loknum er gott að halla sér aftur og gleyma geðveikinni. Ljóð dagsins er Skilaboð til vegfarenda eftir Andra Snæ Magnason: Ég veit ekki af hverju ég stöðvaði bílinn og tók upp köttinn sem lá í blóðrauðum polli á malbikinu því ég keyrði ekki á hann en þar sem ég stóð með köttinn […]

Spurning dagsins 0

Hver er klikkaðri, ofsóknarbrjálaði maðurinn eða þeir sem ofsækja hann?

Draumfarir 0

Í nótt dreymdi ég að ég væri í Sundhöll Reykjavíkur, en hún leit allt öðruvísi út og var mun framtíðarlegri. Þar hitti ég Immu hagfræðikennara og plataði hún mig til að taka þátt í erfiðri köfunarkeppni, en um leið og við komum upp úr kafi, áttum við að skilgreina muninn á þjóðarframleiðslu og landsframleiðslu. Ég […]