Monthly Archives: apríl 2005

Matseinkunnir 0

Ég stóðst mat. Vegið meðaltal er slétt átta. Það er hæsta kennaraeinkunn sem ég hef nokkurn tíma fengið. Þetta þýðir að ég þarf ekki að taka nein próf, að stjórnmálafræði undanskilinni, og að ég verði búinn í prófum á fimmtudaginn. Táp og fjör.

Lítið próf 0

Þekkirðu muninn á tölvugrafík og ljósmyndum? Ég veit að ég geri það. Annars er þreytan nú loks farin að hellast yfir mig eftir annir vetrarins. Þá er gott að geta sest niður, slappað af og fengið sér tebolla. Ætli ég fari svo ekki snemma að sofa í kvöld.

Af málefnum fyrir botni miðjarðarhafs 0

Í stað þess að eyða orðum á þetta ætla ég einfaldlega að tengja á þessa frétt.

Ungir frjálshyggjumenn 0

„Hrottafengin voðaverk kommúnista á öldinni sem leið hafa algerlega farið fram hjá þorra manna“. Ég furða mig á þessari athugasemd. Ég veit ekki betur en allir viti af þeim hörmungum sem ógnarstjórn sovétkommans leiddi yfir Evrópu. Þetta er kennt í öllum grunnskólum og menntaskólum landsins, auk þess sem áhrif kommúnismans hafa verið fastur þáttur í […]

Tilvistarkreppa vinnualkans 0

Ég er ekki mikið fyrir að hæla sjálfum mér, raunar finnst mér það meira að segja óþægilegt þegar aðrir hæla mér, en sögueinkunnin mín fyrir þetta skólaár liggur nú fyrir. Og ég er orðlaus. Það er gjörsamlega óverðskulduð tveggja stafa tala. Mér finnst eins og ég hafi svindlað á einhverjum. Það er ekki kennt í […]

Orrusta eða orusta 0

Ég viðurkenni hér með að mér finnst orusta óendanlega ljótur syntax. Sjálfur skrifa ég alltaf orrusta. Hvort tveggja er rétt. En þegar bókarþýðandi getur ekki ákveðið hvort hann vill og notar báðar útgáfur, er það hámark mannlegrar eymdar.

Hinn andlegi fjörbaugsgarður 0

Ég vil vera í öðru landi, nánar tiltekið Ítalíu. Andvarp!

Purgatorio 0

Í dag kom einhver hálfviti á kassann minn og reifst við mig, skammaðist og hélt því fram að „við“ kynnum ekki að afgreiða pantanir (einhver inni á lager hafði sagt honum að hann pantaði heimsendingu á kassa, sem er rugl, og ég sagði honum eins og er að lagerinn sæi um heimsendingar). Það er langt […]

Lifandi dauður 0

Ég á erfitt um vik með að hugsa. Líður nánast eins og ég hafi ekki huga. Hef verið svona í allan dag, fremur þurr og álkulegur. Þeir mega prísa sig sæla sem ekkert hafa talað við mig í dag. Og það er augljóst af fleiru en veðrinu að vorið er að koma.

Meira af páfa 0

Í ofanálag er mannhelvítið enn í krossafaraleik gegn hundingstyrkjum. Hann vill sumsé meina þeim aðgang að Evrópusambandinu vegna þess eins að þeir eru tyrkir. Yfirleitt er hart tekið á rasískum ummælum í heimspressunni, en það er greinilegt að tengiliður guðs og manna þarf ekki að standa neinum reikningsskil.