Getraun dagsins

Maður 1: I’ve killed you once, and I’ll kill you again.

Maður 2: You can’t kill me. I’ve been rejected by death.

Sá sem getur sagt mér úr hvað kvikmynd þetta er (án þess að nota leitarvél) hlýtur æðstu verðlaun Bloggsins um veginn: Heiðurstitilinn Mahakeshyapa af Blogginu um veginn, sem er markgreifanafnbótarígildi.

Eflaust verða margir um hituna, en fáir munu vita svarið. Raunar verð ég steini lostinn ef einhver lumar á svarinu. Jafnvel svo að ég neiti að trúa viðkomandi. Nei nei. Ég trúi ykkur, lömbin mín.

Orðatiltæki o.fl.

Skyldu lesendur mínir hafa jafn gaman að mjólkurfernuáletrunum og ég? Þessar um skrattann finnast mér skemmtilegastar:

Að koma eins og skrattinn úr sauðaleggnum,
að mála skrattann á vegginn,
eins og skrattinn sé á hælunum á e-um,
hver hefur sinn djöful að draga.

Aðrar skemmtilegar eru:

Eins dauði er annars brauð,
oft kemur illur þá um er rætt,
sérhvert sæði ber ávöxt sinn líkan,
að hlaupa af sér hornin,
að hafa allt á hornum sér,
og að koma e-um í bobba.

Hattaverslunin amríska segir mér að hatturinn sé á leiðinni, það sé bara ekki hægt að gera grein fyrir millilandasendingum. Ég vissi það svosem alveg, enda hafði ég ekki áhyggjur af því. Ég hafði áhyggjur því eftirlitsvélin þeirra ágæta sagði mér að hatturinn væri ekki lagður af stað, jafnvel þó svo hann ætti að vera það.

Þessi leitarvél er fyndin.