Sternekriege

Temmilega viðburðarsnauður dagur í vinnunni, fyrir utan einn nettan fýr sem spurði mig hvort hann þyrfti nokkuð að berja verslunarstjórann til að fá vissan skáp. Réttast væri að berja svona eintök, fremur en öfugt.

Í kvöld er það svo Revenge of the Sith (betri titill óskast!) með Birni Frey Björnssyni. Þá verður ákaft mænt á ljósvarp af filmu á hvítu tjaldi sem sýna mun myndir epískar af fræknum hetjum sem margar hildir heyja við sína hryllilegu óvini – þeir allraverstu verandi Svarthöfði og (hugsanlega) sá alræmdi Tjörvi stórmoffi (Wer kann mir etwas sagen, was ein Grand Moff ist? – fyrirsögn úr þýsku blaði).

Að lokum ein gullin setning, í ljósi geigvænlegra aðstæðna (e. dire circumstances):

Men can try to imitate divinity, but they never come closer to anything but a nasty toilet seat, and everyone knows cleanliness is next to godliness. So why bother?