Stjórnarskrá ESB

Nú kjósa frakkar um stjórnarskrá ‘Sambandsins (takið eftir hvað þessi ritháttur samræmist betur virðingu hinna yngri og vandlátari kjósenda). Það sem helst vekur athygli við fréttina, fyrir utan það að Chirac kemur fram við kjósendur eins og börn, að því er virðist, er það sem stendur undir myndinni: „Þrjár kjörvélar sem prófaðar verða í atkvæðagreiðslunni í dag. Atkvæði sem greidd verða í vélunum verða þó ekki talin“.

Þá er gjörsamlega fáránlegt að nota þær. Ætli yfirlýstum andstæðingum ESB verði ekki vísað á vélarnar meðan hinir krota á seðla.

Lesendabréf

Ég var að lesa dagbók þína á Netinu. Ég kannast ekki við að hafa verið ókurteis við neinn í IKEA. Ég er auðvitað stundum að flýta mér, eins og allir eru, en ég hef engan áhuga á því að vera dónalegur við einn eða neinn. Ef ég hef verið það, þá hefur það verið óviljandi.
HHG

Nei, það er rétt hjá þér. Þú varst ekkert ókurteisari en meðalmaðurinn og átti ég þá við að Sigurður Kári hefði verið sérstaklega kurteis.
En ég biðst velvirðingar á óvæginni athugasemd sem ekki átti rétt á sér og sé til þess að hún verður leiðrétt. Bestu þakkir fyrir athugasemdina.

með kærri kveðju,
Arngrímur Vídalín

Umrædd athugasemd finnst ekki lengur á þessari síðu þótt hún sjáist kannski ennþá í leitarvélum.

Notkun eyrnapinna undir stýri

Nú hef ég séð allt.

Ég sofnaði strax eftir að hafa bloggað í gær og var ég þá nýkominn úr vinnunni. Svo dreymdi mig að ég væri í vinnunni. Svo vaknaði ég klukkan sjö. Þá voru fimm tímar í að ég átti að mæta í vinnuna. Það minnir mig á setningu úr myndinni Waking Life:

„Did you ever have a job that you hated and worked real hard at? A long, hard day of work. Finally you get to go home, get in bed, close your eyes and immediately you wake up and realize… that the whole day at work had been a dream. It’s bad enough that you sell your waking life for minimum wage, but now they get your dreams for free“.