Pablo Honey

Eflaust vilja margir Radioheadaðdáendur vita hvaðan nafnið Pablo Honey kemur. Þetta fann ég á netinu:

February ’92 was also marked the released of Radiohead’s debut album. February 22nd, actually. They called it Pablo Honey. And you know where they got that title? remember „The Jerky Boys“ and their crank phone calls? Radiohead was given a Jerky Boys tape by another English group called Chapterhouse. And there’s one bit where a someone makes a call to a guy and pretends to be his mother. The conversation opens with the phrase „Pablo. Honey“. The members of Radiohead, all considering themselves to me „mama’s boys,“ decided that this was somehow an appropriate title for their debut album. So that’s what they did.

Þar hafið þið það.

Spurningar dagsins

Ef gerð yrði bylting öreiga á Íslandi, ætli þeir myndu gera pásu á átökunum til að horfa á Ædolið? Myndi ríkissáttasemjari svo skerast í leikinn og gera við þá nýjan kjarasamning? Myndi svo Kastljósið fá til sín húsmæður úr vesturbænum að röfla um enn eitt djöfulsins verkfallið og óþolandi stéttir sem hugsa bara um peninga? Myndi þá öreigastéttin gera aðra pásu á átökunum til að fara heim og horfa á Kastljósið? Myndu Samfylkingaröreigar hætta við stéttabaráttu ef hún fengi ekki nógu mikið fylgi í skoðanakönnunum?

Hryllingurinn

Ég vinn í IKEA, eins og fáum lesendum síðu órrar dylst. Þar kemur fyrir að ég þarf að setja saman húsgögn, og hefi ég nú sett saman hvorki meira né minna en tvo sófa, eitt eldhúsborð og einn koll, á þeim stutta tíma sem ég hefi staðið vaktina inni í borðstofudeild.

Í dag bað móðir mín mig um að setja saman fyrir sig ekki eitt, heldur TVÖ náttborð, keypt í IKEA. Ég hefi nú böglast til að setja annað þeirra saman, og reyndist verkið torsótt; annars vegar vegna eigin óþolinmæði, hins vegar vegna óverkamannslegra handa minna, sem seint munu venjast því hlutverki, að munda skrúfjárn í lengri tíma.

Hitt náttborðið set ég saman síðar. Þolinmæði mín rennur svo grunnt að ég gæti freistast til að feta hinn myrka veg máttarins.

Talandi um máttinn, ég andmæli því að allegóríur þær, sem menn þykjast geta fundið í Star Wars, séu tilkomnar af nokkru öðru en tilviljun. Örlög Lýðveldisins lágu skýrt fyrir árið 1977, löngu áður en Gorgeirar þessa heims fengu færi á forsetastólnum. Þótt lýðræðið hrynji með stofnun Keisaraveldisins í mynd frá 2005, hlýtur það að segja sig sjálft, að örlög þess hafi þegar verið ráðin fyrir 28 árum. En menn mega svo sem gera sér ýmsar hugmyndir, ef það skemmtir þeim betur þannig.

Stjernekrig, af sin forfatter, George Lucas

Ég fór með Bjössa á Star Wars í gær. Þar voru ýmsir klæddir í búninga, eins og von var að. Gunnar Birgisson sá ég t.d. uppáklæddan sem Jabba the Hut. Myndin var stórgóð, langbest af nýju myndunum. Nú bíð ég þess að geta eignast allan pakkann á DVD. Þá verður sólarhrings sjónvarpsglápsmaraþon.

En nú er það stúdentsveisla hjá honum Þorvaldi vini mínum með stóru eyrun.

Sternekriege

Temmilega viðburðarsnauður dagur í vinnunni, fyrir utan einn nettan fýr sem spurði mig hvort hann þyrfti nokkuð að berja verslunarstjórann til að fá vissan skáp. Réttast væri að berja svona eintök, fremur en öfugt.

Í kvöld er það svo Revenge of the Sith (betri titill óskast!) með Birni Frey Björnssyni. Þá verður ákaft mænt á ljósvarp af filmu á hvítu tjaldi sem sýna mun myndir epískar af fræknum hetjum sem margar hildir heyja við sína hryllilegu óvini – þeir allraverstu verandi Svarthöfði og (hugsanlega) sá alræmdi Tjörvi stórmoffi (Wer kann mir etwas sagen, was ein Grand Moff ist? – fyrirsögn úr þýsku blaði).

Að lokum ein gullin setning, í ljósi geigvænlegra aðstæðna (e. dire circumstances):

Men can try to imitate divinity, but they never come closer to anything but a nasty toilet seat, and everyone knows cleanliness is next to godliness. So why bother?

Héldu menn virkilega að við kæmumst áfram?

Er ég svekktur yfir því að íslendingar drulluðu á sig í Ojróvisjón ársins? Hreint ekki. Þá þurfum við ekki að hlusta á þjóðernisfasísk komment sjónvarpsviðrinisins Gísla Marteins, þar sem hann tuðar um helvítis hundingstyrkja með absólút nó ríspekt fyrir þeim glæstu væringjum miðalda. Fari hann og veri. Nú verður fyrst gaman að horfa á Ojróvisjón!

Nú fara menn sjálfsagt að velta fyrir sér nýrri taktík, fyrst það virkaði ekki að senda óskabarn þjóðarinnar, sem lengst komst í keppninni. „Hún hefur reynsluna,“ sögðu menn, „sem hún ekki hafði þá. Ergó hún vinnur þetta núna, fyrst hún lenti í öðru sæti þá.“ Hve menn geta reist sér hús á sandi.