Ars longa vita brevis

Það fór framhjá mér að blogga um það, en á föstudaginn átti ég tveggja ára bloggafmæli. En það er kannski betra að blogga ekki um slíka hluti, eins súrir og þeir eru.

Mikið vatn hefur runnið til sævar síðan ég byrjaði að blogga. Ég mæli lesendum mínum frá því að skoða elstu færslurnar. Það er eins og að finna eitísyfirhafnirnar í geymslunni. Eða, það sem verra er, að finna eitísyfirhafnirnar mínar niðri í geymslunni þinni.

Stöðuhækkun

Ég skal nú segja ykkur það. Mér var boðin vinna í húsgagnadeild Ikea alla föstudaga, laugardaga og sunnudaga, með frí frá mánudegi til fimmtudags, á sömu launum og ég hefði haft á afgreiðslukassa alla virka daga. Og í lok sumars myndi ég taka að mér helgarvinnu með skóla í húsgagnadeild á hærri launum. Hvað haldið þið að ég hafi sagt við því boði?