Monthly Archives: júní 2005

Meira um Leifsstöð 0

Það er kannski rétt að bæta því við að athugasemdin um bjórdrykkju í Leifsstöð er byggð á eigin reynslu, ekki af saurlifnaði og drykkjufísn móður minnar, sem er áreiðanlega einmitt núna að sporðrenna sína þriðja glasi af sódavatni, sakleysinginn. Í ágúst fæ ég sjálfur að líta Leifsstöðina innanfrá. Eins gott að engin seinkun verði þá. […]

Hraðakstur og fokkíng Leifsstöð 0

Jæa, vaknaði klukkan átta og keyrði mömmu og litlu skepnuna út á Keflavíkurflugvöll. Ég keyrði á 90 alla leiðina, meðan einhverjir dólgar keyrðu framúr mér á 150, steytandi hnefanum, hastandi á mig einhverjum spænskum ónotaorðum. Hvað þýðir svosem el hijo de puta? En nei, ef einhver hafði áhuga, þá á ég afar erfitt með að […]

Líf mitt sem „krossari“ 0

Um ævina hef ég nokkuð sveiflast milli beggja bóga hvað trúmálin varðar, þó sérstaklega milli tíu til sextán ára aldurs. Síðastliðið haust skráði ég mig svo loksins úr þjóðkirkjunni. Fjórum sinnum fór ég í Vatnaskóg með KFUM, á aldrinum ellefu, tólf og tvisvar þrettán, síðasta skiptið í fermingarfræðslu. Telja má fyrstu þrjú skiptin til tímabila […]

Brandari dagsins 0

… er tileinkaður Bjössa og hann má finna hér.

Déskotans 0

Hressi brjálæðislegra-augnatillitagaurinn í IKEA vakti Merkilegasta og mikilvægasta bloggara Íslands með símhringingu klukkan ellefu og bað hann um að mæta í vinnuna. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að MMBÍ ætlar ekki að mæta í vinnuna í dag. Honum tókst ekki að sofna aftur. Þá er plan dagsins farið í hundana.

Rómverjar og Ítalir 0

Lýsing Haraldar á Ítölum er talsvert ólík minni eigin reynslu af sömu þjóð. Það hlýtur að vera óheppilegt að alhæfa útfrá íbúum leiðinlegustu borgar m.t.t. túrisma í allri suður-Evrópu, því sjálfur þekki ég Ítala eingöngu af kurteisi, skyldurækni og góðmennsku. Meira að segja leigubílstjórarnir eru frábærir. Og sá ítalski matur sem ég þekki er æðislegur. […]

Heyrt á ráðstefnu málfræðinga 0

Málfræðingur 1: Geturðu fallbeygt no. þrír? Málfræðingur 2: Hvernig spyrðu?! Nú, þrír um þrjá frá þremur til þriggja. Málfræðingur 1: Nei, í eintölu. Málfræðingur 2: Í HVAÐA HEIMI LIFIR ÞÚ EIGINLEGA?! HVURSKONAR EIGINLEGA MÁLFRÆÐINGUR HELDURÐU AÐ ÞÚ SÉRT? Málfræðingur 1: Nú, heimspekilegur málfræðingur.

Hættið þessari vitleysu 0

Í dag sagði vinnufélagi minn að kvak anda bergmálaði ekki. Honum varð fátt um svör þegar ég sagði honum að það væri bara urban legend. Eftirfarandi stendur á vísindavefnum: „Hljóð er bylgjur sem við heyrum þegar þær skella á hljóðhimnunni. Bergmál eru hljóðbylgjur sem við heyrum eftir að þær skella á einhverju sem endurkastar þeim […]

Blö 0

Hvers vegna spyrja viðskiptavinir IKEA mig í sífellu hvort ég vinni þar? Það er ekki eins og mér finnist merkjavaran svona flott. Næstu fjóra daga mun ég ekkert vinna. Þá taka önnur skyldustörf við. Hef ég eitthvað fleira að segja? Nei. Merkilegasti og mikilvægasti bloggari Íslands kveður að sinni.

Sönn saga 0

Klukkan er þrjú. Merkilegasti og mikilvægasti bloggari Íslands (st. MMBÍ) stendur við upplýsingaborð í IKEA. Hann er hugsi, því hann er ekki enn farinn í kaffi. Það er skrýtið. Skyndilega gellur við: Hey! MMBÍ (kemur niður úr skýjunum): Já? Kúnni: Hvað kostar þetta? MMBÍ: Það stendur á miðanum. Kúnni: Hvaða miða? MMBÍ: Þessum gula. Kúnni: […]