Meira um Leifsstöð

Það er kannski rétt að bæta því við að athugasemdin um bjórdrykkju í Leifsstöð er byggð á eigin reynslu, ekki af saurlifnaði og drykkjufísn móður minnar, sem er áreiðanlega einmitt núna að sporðrenna sína þriðja glasi af sódavatni, sakleysinginn.

Í ágúst fæ ég sjálfur að líta Leifsstöðina innanfrá. Eins gott að engin seinkun verði þá. Ekki nenni ég að hella mig fullan á flugstöðvarbarnum og verða of seinn í sukkið og svínaríið á Spáni. Það er ekki sama, Jón og séra Jón.

Næstu páska lít ég svo flugstöðina enn einu sinni, en þá verður förinni heitið til Rússlands. Gaman væri, ef ég fengi að sjá hræið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *