Monthly Archives: júní 2005

Hryllingur dagsins 0

Fæturnir eru að detta af mér. Ég er alveg sannfærður um það. Á mánudaginn ætla ég að taka því rólega, ekki gera neitt og hitta engan, helst sofa allan daginn og alla nóttina á eftir. Ekki veitir mér af því eftir komandi helgi. Það verður allt bókstaflega brjálað vegna útsölunnar.

Önnur tilkynning 0

Nei, ég tek aftur það sem ég sagði. Enginn getur nokkru við hreyft, þegar Merkilegasti og mikilvægasti bloggari Íslands er annars vegar, jafnvel þótt þeir séu frægastir og bestir. Varast ber að álíta fyrri ummæli mistök, enda gerir Merkilegasti og mikilvægasti bloggari Íslands engin mistök – til þess er hann of merkilegur. Ummælin voru til […]

Þjónusta, hermdarverk og tilkynning 0

Hún er greinilega ekki einleikin, þjónustulundin í vissum starfsmönnum vinnustaðarins. Ég vona að ég komi mér ekki upp á kant við einhvern vegna þess að ég neita að leyfa þeim að vinna ekki vinnuna sína. Þjónustustörf snúast um þjónustu, ekki um skort á henni. Annars gerði ég nokkuð ljótt eftir vinnu í dag. Ég hlýt […]

Úr Andrésblaði 0

Þegar ég var lítill las ég heil ógrynni af Andrésblöðum. Í einu þeirra var saga þar sem Jóakim gefur Andrési og Hábeini sinn hvorn hundraðþúsundkallinn til að fjárfesta, svo þeir geti nú loksins orðið eitthvað, auðnuleysingjarnir. Þó það komi málinu ekkert við endar sagan á að Andrés klúðrar sínum málum, en Hábeinn verður svo ríkur […]

Bækur 0

Kom ekki pósturinn Páll með bækurnar mínar af Amazon, og ég auralaus. Sem betur fer lá veski mömmu þarna einhversstaðar í námunda við hana sjálfa, umvafið útgeislandi örlæti, svo ég gat innt þessar svívirðilegu áttahundruð krónur af hendi, sem pósturinn krefst fyrir pakkaleit (kassinn rétt hékk saman) og heimsendingu (sem ég bað aldrei um, enda […]

Ef þetta er blogg, þá er þetta fyrirsögn 0

Mér finnst fyndið að í bönkunum sé boðið upp á einstaklingsþjónustu. Hvar er skrílsþjónustan, ætla ég að spyrja, næst þegar ég fer í banka. Ekki skánar nú vinnuvesenið síðan í gær. Þess er krafist að ég mæti til vinnu klukkan átta í fyrramálið. Þá er eins gott að ég nái meiri svefni en í nótt. […]

Freizeit mit Arbeit 0

Eitt er það verra við að vinna í verslun en annarsstaðar, og það er að ég hef minni tíma fyrir sjálfan mig, þrátt fyrir að vinnutíminn sé nær sá sami. Þar sem ég vinn innan um fólk reyni ég að vera sem best til reika og fer því að sofa fyrr en ella, eða í […]

Tilvitnun dagsins 0

„Hann gengur til mín yfir götuna og heilsar mér vingjarnlega. Við höfðum ekki sézt í nokkur ár. Svo spyr hann: Viltu koma með mér inn á kaffihús Björns Símonarsonar? Ég missti alveg málið, bara glápti á hann eins og fábjáni. Hefur hann sloppið út af Kleppi? Ég vissi, að það var geðveiki í móðurætt hans. […]

Annasöm helgi 0

Á leiðinni austur á föstudaginn, rétt fyrir gatnamót Þrengsla og Hellisheiðar, sá ég bílhræ merkt: Tíu látnir á árinu. Laust fyrir ellefu í gærkvöldi, á heimleiðinni, stóð á sömu bílhræum: Tólf látnir á árinu. Í dag lést svo enn einn. Þetta hefur verið annasöm helgi hjá sláttumanni dauðans. Þrír er góð helgi. Mig minnir, að […]

Diskar, skálar, ryksogun, ítarefni 0

Ætli nokkrum öðrum en mér finnist það merkilegt að íslendingar hafa sérorð yfir djúpa diska meðan aðrir tala um skálar eða í besta falli súpuskálar. Talandi um skálar, þá eru brjóstastærðir víst mældar í „skálum“. Ætli það sé til marks um myndlíkingareðli mannsins? Tja, það er spurningin. Varðandi íhugunarefnið sem ég skildi lesendur eftir og […]